Lífið

Óvinsæll sálfræðingur

Óvinsæll. Vinsældir Dr. Phils hafa dalað síðustu ár.
Óvinsæll. Vinsældir Dr. Phils hafa dalað síðustu ár.

Samkvæmt tímaritinu National Enquirer hafa vinsældir sjónvarpssálfræðingsins Dr. Phil dalað þónokkuð síðustu ár. „Það er allt á hvolfi hjá Dr. Phil. Einu sinni þótti þetta góður staður til að vinna á, en ekki lengur. Áður unnu hér um 250 manns en nú eru aðeins hundrað starfsmenn eftir. Vinnuálagið á þá starfsmenn sem eru eftir er gífurlegt og minnir helst á þrælabúðir," var haft eftir starfsmanni Dr. Phils.

Vinsældir hans stóðu sem hæst árið 2005 með um 7,2 milljónir áhorfenda dag hvern, nú eru aftur á móti aðeins um 2,5 milljónir manna sem horfa á þátt hans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.