Lífið

Trúlofuð eða ekki?

Tímaritið OK! heldur því fram að Kristen Stewart og Robert Pattison séu trúlofuð.
Tímaritið OK! heldur því fram að Kristen Stewart og Robert Pattison séu trúlofuð.

Á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins OK! er greint frá því að leikararnir Robert Pattison og Kristen Stewart, sem þekktust eru fyrir leik sinn í kvikmyndinni Twilight, séu trúlofuð. „Ef Kristen er að leita að Rob þá spyr hún hvort fólk hafi séð eiginmann sinn og Rob hefur gaman af því að kynna hana sem eiginkonu sína. Þau haga sér eins og ástfangnir unglingar, það er agalega sætt," var haft eftir heimildarmanni.

Mikið hefur verið pælt í mögulegu ástarsambandi Stewart og Pattisons en þau hafa ávallt neitað þeim orðrómi og lítið viljað ræða einkalíf sitt við fjölmiðla, það er því erfitt að geta sér til um hvort brúðkaup sé í vændum eða ekki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.