Páll Óskar á pening fyrir næstu plötu 19. júní 2009 06:00 Páll Óskar og Monika „Ég get ekkert kvartað. Eina sem ég get kvartað undan er gengið, sem er eitthvað sem allir finna fyrir," segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann fær á sunnudaginn afhenta platínuplötu fyrir að hafa selt Silfursafnið sitt í sextán þúsund eintökum. Reyndar rauf platan tíu þúsund eintaka platínumúrinn um síðustu jól en það er fyrst núna sem hann fær sjálfa plötuna afhenta, á árlegum sólstöðutónleikum í Grasagarðinum í Laugardal með Moniku hörpuleikara. Til að ná inn fyrir kostnaði hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun Palla vegna Silfursafnsins upp á fjögur þúsund eintök. Vegna hruns krónunnar breyttist hún í tíu þúsund eintök en núna eru sextán þúsund komin í hús. „Ég get ekki kvartað en mikil ósköp hefði verið huggulegt að ná kostnaðinum í fjögur þúsund eintökum eins og upphaflega planið var. Ég hefði ekki slegið hendinni á móti því að ná í þann pening. En ég get prísað mig sælan. Ég gæti gert plötu núna án þess að taka eitt einasta lán og þannig vil ég helst vinna." Þess má geta að platan Allt fyrir ástina sem kom út 2007 hefur selst í svipuðu upplagi og Silfursafnið. Samanlagt hafa þær því selst í um þrjátíu þúsund eintökum á tveimur árum, sem er vitaskuld frábær árangur. Sólstöðutónleikarnir á Café Flóra í Laugardalnum hafa verið haldnir nær óslitið síðan 2001. Hefjast þeir klukkan 23 og lýkur rétt eftir miðnætti. Spiluð verða lög af Silfursafninu í nýjum útsetningum auk annars góðgætis. Eftir það ganga gestirnir út í miðnætursólina, vonandi með bros á vör. Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira
„Ég get ekkert kvartað. Eina sem ég get kvartað undan er gengið, sem er eitthvað sem allir finna fyrir," segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann fær á sunnudaginn afhenta platínuplötu fyrir að hafa selt Silfursafnið sitt í sextán þúsund eintökum. Reyndar rauf platan tíu þúsund eintaka platínumúrinn um síðustu jól en það er fyrst núna sem hann fær sjálfa plötuna afhenta, á árlegum sólstöðutónleikum í Grasagarðinum í Laugardal með Moniku hörpuleikara. Til að ná inn fyrir kostnaði hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun Palla vegna Silfursafnsins upp á fjögur þúsund eintök. Vegna hruns krónunnar breyttist hún í tíu þúsund eintök en núna eru sextán þúsund komin í hús. „Ég get ekki kvartað en mikil ósköp hefði verið huggulegt að ná kostnaðinum í fjögur þúsund eintökum eins og upphaflega planið var. Ég hefði ekki slegið hendinni á móti því að ná í þann pening. En ég get prísað mig sælan. Ég gæti gert plötu núna án þess að taka eitt einasta lán og þannig vil ég helst vinna." Þess má geta að platan Allt fyrir ástina sem kom út 2007 hefur selst í svipuðu upplagi og Silfursafnið. Samanlagt hafa þær því selst í um þrjátíu þúsund eintökum á tveimur árum, sem er vitaskuld frábær árangur. Sólstöðutónleikarnir á Café Flóra í Laugardalnum hafa verið haldnir nær óslitið síðan 2001. Hefjast þeir klukkan 23 og lýkur rétt eftir miðnætti. Spiluð verða lög af Silfursafninu í nýjum útsetningum auk annars góðgætis. Eftir það ganga gestirnir út í miðnætursólina, vonandi með bros á vör.
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira