Lífið

Nýjasta mynd Bens Stillers feikivinsæl

Bandaríski leikarinn Ben Stiller.
Bandaríski leikarinn Ben Stiller.
Nýjasta kvikmynd bandarísku stjörnunnar Bens Stillers, Night at the Museum: Battle of the Smithsonian, er feikivinsæl vestanhafs og sáu fleiri myndina nú um helgina frekar en nýjustu myndina um sjálfan Tortímandann, Terminator Salvation.

Ævintýramyndin Night at the Museum þótti heppnast vel árið 2006 og því var ákveðið að gera framhaldsmynd og sú ákvörðun virðist ætla að skila ófáum dollurum í kassann. Myndin þénaði 70 milljónir dollara eða jafnvirði 8,9 milljarða króna. Á sama tíma skilaði Terminator Salvation 54 milljón dollurum í kassann en sú upphæð samsvarar rúmlega 7 milljörðum króna.

Auk Stillers skartar Night at the Museum: Battle of the Smithsonian meðal annars leikurunum Amy Adams, Owen Wilson, Hank Azaria og Robin Williams.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.