Innlent

E-töflusmyglarar í einangrun

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að tveir pólskir karlmenn skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 16. október en þeir voru handteknir fyrir að reyna að smygla til landsins tæplega 6000 e-töflum. Vegna rannsóknarhagsmuna er mönnunum jafnframt gert að vera í einangrun á meðan þeir sitja í varðhaldi.

Mennirnir sem eru á þrítugsaldri voru handteknir þegar þeir komu með flugi frá Varsjá aðfaranótt 12. september. Annar var með 2.647 töflur faldar í niðursuðudós og hinn 3.348 töflur sem einnig voru faldar í niðursuðudós.

Lögreglan telur víst að töflurnar hafi verið ætlaðar til sölu og dreifingar hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×