Lífið

Stebbi trommari hættur í Fræbbblunum

Stebbi á góðu kvöldi Á grand Rokki Hættur í Fræbbblunum eftir 31 árs feril (með hléum).Fréttablaðið/Vilhelm
Stebbi á góðu kvöldi Á grand Rokki Hættur í Fræbbblunum eftir 31 árs feril (með hléum).Fréttablaðið/Vilhelm

Stefán Karl Guðjónsson, „Stebbi í Fræbbblunum“, hefur sagt skilið við bandið. Hann og Valgarður Guðjónsson, „Valli í Fræbbblunum“, voru einu upprunalegu meðlimirnir bandsins.

„Það er vitaskuld mikill missir í Stebba, enda er hann frábær tónlistarmaður,“ segir Valli. „Það var bara algjörlega útilokað að halda áfram samstarfinu. Það var búið að vera langvarandi ósætti um það hvernig ætti að æfa og hvernig ætti að standa að tónleikum og hvaða atriði skiptu máli hjá hljómsveitinni. Hann var einn á öðru máli en hinir í hljómsveitinni. Við vorum búnir að reyna allt til að halda þessu áfram með honum, en þetta er niðurstaðan, því miður.“

Stebbi trommaði á frægum Fræbbbla-tónleikum í Kópavogsbíói 1978 þegar pönkið kom til Íslands og sérstakur trommuleikur hans og tilburðir við settið hafa verið stór hluti af aðdráttarafli Fræbbblanna. Bandið heldur áfram án Stefáns.

„Ég vildi skipta alveg um nafn en allir aðrir vildu halda því. Niðurstaðan var að gera smá breytingu, hljómsveitarnafnið verður skrifað með tveimur béum hér eftir, ekki þremur, Fræbblarnir,“ segir Valli. Sá sem kemur í stað Stebba er Guðmundur Þ. Gunnarsson, sem spilaði með Tappa tíkarrass og Das Kapítal. „Við ætlum að vinna nýtt efni og stefnum á nýja plötu,“ segir Valli.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.