Innlent

Unnið gegn bótasvikum

samstillt átak Tryggingastofnanir á Norðurlöndum hafa unnið saman að því að uppræta bótasvik.fréttablaðið/pjetur
samstillt átak Tryggingastofnanir á Norðurlöndum hafa unnið saman að því að uppræta bótasvik.fréttablaðið/pjetur
Á fundi eftirlitsdeilda tryggingastofnana á Norðurlöndum, sem haldinn var fyrr í mánuðinum, var lögð áhersla á að unnið yrði gegn bótasvikum. Svikin geti numið háum fjárhæðum svo eftir miklu sé að slægjast. Bótasvik felast sérstaklega í rangri skráningu á búsetu og hjúskap og rangri upplýsingagjöf sem leiðir til of hárra bótagreiðslna. Á undanförnum árum hafa norrænu þjóðirnar lagt aukna áherslu á eftirlit með slíkum svikum. Á fundinum var lögð áhersla á að vekja stjórnmálamenn til umhugsunar um málið. Ekki væri vanþörf á í kreppunni.- kóp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×