Innlent

Flutningabíll fauk af veginum

Flutningabíll fauk út af. Mynd/ Kristófer Helgason.
Flutningabíll fauk út af. Mynd/ Kristófer Helgason.

Flutningabíll frá Eimskip fauk út af veginum undir Ingólfsfjalli nú fyrir stundu. Mikill vindur er á Suðurlandi og ræður lögreglan ökumönnum með dráttarkerrur eindregið frá því að vera á ferðinni.

Flutningabíllinn var staddur til móts við Þórisstaðanámu í Ingólfsfjalli þegar snörp vindhviða varð til þess að aftanívagn bílsins tókst beinlínis á loft sem varð til þess að bíllinn fór út af veginum. Ökumaðurinn er talinn hafa kastast út úr bílnum en hann var með meðvitund þegar sjúkralið kom á staðinn. Hann var fluttur til Reykjavíkur á slysadeild.

Bíllinn er mjög mikið skemmdur, ef ekki ónýtur og segir lögregla að ekki verði reynt að ná honum upp á veg fyrr en vind lægir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×