Innlent

Ekki til að hafa áhyggjur af

Blöndulón
Stendur nú í um 470 metrum sem er sex metrum lægra en meðalstaðan á þessum árstíma árin 2003 til 2008.
Blöndulón Stendur nú í um 470 metrum sem er sex metrum lægra en meðalstaðan á þessum árstíma árin 2003 til 2008.
Vatnsstaðan í Blöndulóni er nú í sögulegu lágmarki. Að sögn Guðmundar Ólafssonar hjá Blönduvirkjun stafar þessi óvenjulega staða af bilun sem varð í Sultartangavirkjun í fyrra og olli því að keyra þurfti Blöndustöðina meira en vanalega. „En þetta er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt og á eftir að jafna sig," segir Guðmundur. Ómögulegt sé að svara því hvort þetta muni seinka því að Blanda fari á yfirfall í sumar. „Veiðimenn spyrja mikið um þetta en það eru svo margir þættir sem geta haft áhrif og vatnsstaðan breyst fljótt." - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×