Innlent

Hesthúsabyggð endurskoðuð

Júlíus Vífill Ingvarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson
Endurskoða á nýsamþykkt deiliskipulag sem gerði ráð fyrir nýrri hesthúsabyggð nærri Elliðaánum. Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti þetta á þriðjudag í framhaldi af fundum formanns skipulagsráðs, Júlíusar Vífils Ingvarssonar og embættismanna með formanni Hestamannafélagsins Fáks, framkvæmdastjóra og formanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur og veiðimálastjóra ásamt sérfræðingum Veiðimálastofnunar. „Voru það opinskáir og hreinskiptir fundir. Frumkvæði Hestamannafélagsins Fáks í framhaldi af þessu er þakkarvert" segir í tillögu Júlíusar um að reyna eigi að ná sátt um nýtingu svæðisins. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×