Innlent

Dregur úr verðmætasköpun

„Mér líst illa á þessar hækkanir, og fyrir því eru ýmsar ástæður," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „Þær hafa neikvæð áhrif á versta hugsanlega tíma og til lengri tíma litið er þetta ekki að auka tekjur ríkisins heldur minnka þær.

Í fyrsta lagi hafa þær bein áhrif til að íþyngja heimilum og fyrirtækjum sem eru ekki aflögufær. Þessar álögur hafa áhrif á verðlagið, sem hefur síðan áhrif á vísitöluna sem hækkar skuldirnar. Í öðru lagi er þetta líklegt til að ýta undir landflótta, jafnframt því að hindra erlenda fjárfestingu og draga úr ferðamannastraumnum. Þetta gerir sem sagt allt til að draga úr verðmætasköpun einmitt þegar við þurfum að auka neysluna til að halda fyrirtækjunum gangandi." - gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×