Lífið

Hellvar til Berlínar

Hljómsveitin Hellvar ætlar að spila í Berlín á næstunni.
Hljómsveitin Hellvar ætlar að spila í Berlín á næstunni.

Hljómsveitin Hellvar heldur tónleika í Berlín 4. júlí næstkomandi. Um næstum því árvissan viðburð er að ræða hjá sveitinni, sem var einmitt stofnuð í borginni 2004.

Eftir tónleikana heldur Hellvar til borgarinnar Weimar þar sem hún heldur fyrir­lestur um hina íslensku búsáhaldabyltingu og spilar síðan á eftir. Að því loknu er ferðinni aftur heitið til Berlínar þar sem aðrir tónleikar verða haldnir. Hellvar er þessa dagana að semja lög á aðra plötu sína og er fyrsta lagið af henni, Falsetto, komið út. Síðasta plata Hellvar, Bat Out of Hellvar, kom út í lok árs 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.