Erlent

Innbrotsþjófur lúbarinn af gamalmenni

Svona leit Gregory út eftir að hinn 72 ára gamli Frank Corti hafði látið hann kenna á því.
Svona leit Gregory út eftir að hinn 72 ára gamli Frank Corti hafði látið hann kenna á því.
Innbrotsþjófur sem braust inn til 72 ára manns í Botley í Oxford síðasta sumar hefur eflaust ekki átt von á mikilli mótspyrnu frá húsráðendum áður en hann lét til skarar skríða. Það sem hann vissi hinsvegar ekki var að húsráðandi var fyrrum boxari.

Hinn 24 ára gamli Gregory McCalium ruddist inn á heimili hins 72 ára gamla Frank Corti þann 19. ágúst á síðasta ári. McCalium var vopnaður hnífi sem hann kastaði að hinum aldna Corti. Sá gamli náði hinsvegar að beygja sig undir hnífakastið og koma tveimur hnefahöggum í andlit innbrotsþjófsins.

Nú hefur Gregory McCalium hinsvegar verið gert að sæta fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir innbrotið og því má segja að hann hafi hlotið tvöfalda refsingu fyrir verknaðinn því hann var allur krambúleraður eftir höggin frá Corti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×