Lífið

Lík Jacksons flutt á Neverland á fimmtudag

Michael Jackson á síðustu æfingu sinni.
Michael Jackson á síðustu æfingu sinni.
Lík Michaels Jacksons verður flutt á Neverland búgarðinn á fimmtudagsmorgun en konungurinn verður kistulagður daginn eftir. Hann verður svo jarðsunginn á sunnudag eftir því sem slúðurvefsíðan TMZ heldur fram.

Eignir poppkonungsins voru metnar á um 236 milljónir dollara í mars 2007. Ekki er vitað hvers virði eignirnar eru í dag en samkvæmt heimildum kemur faðir Jacksons ekki til með fá eitt sent af þeim auðæfum. Í erfðaskránni skiptir Jackson auðæfunum milli móður sinnar, barna sinna og nokkurra góðgerðasamtaka en hvergi er minnst á Joe Jackson, föður Michaels.

Erfðaskráin mun verða lögð fyrir dómstóla í Los Angeles á fimmtudaginn en hún mun hafa verið gerði árið 2002 eftir því sem fram kemur í Wall Street Journal.

Samband Michales og föður hans hefur verið stormasamt í gegnum tíðina og hefur Michael sakað hann um að hafa beitt sig og bræður sína miklu harðræði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.