Erlent

Mannskætt lestarslys á Ítalíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AFP/Getty Images

Tíu manns eru látnir og tugir slasaðir eftir að lest fór út af sporinu í bænum Viareggio á Norður-Ítalíu í nótt og gastankar, sem hún flutti, sprungu. Að sögn ítalska blaðsins Il Messaggero var lestin í allt 14 vagnar og sprungu gastankar á tveimur þeirra. Við sprenginguna þeyttust tankarnir á tvö nærliggjandi hús þar sem fólkið sem lést var statt. Sprengingin olli tjóni í allt að 300 metra fjarlægð og vinnur slökkvilið enn að því að slökkva eld sem logar hvort tveggja í lestinni sjálfri og nærliggjandi mannvirkjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×