Selið á Stokkalæknum opnað 30. júní 2009 04:00 Víkingur Heiðar Ólafsson Vígir Selið á Stokkalæk á laugardag. Á laugardag verða haldnir tónleikar í fyrsta sinn í Selinu á Stokkalæk á Rangárvöllum. Þar mun Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari koma fram á tvennum tónleikum ásamt þeim Höllu Oddnýju Magnúsdóttur píanóleikara og Huldu Jónsdóttur fiðluleikara. Selið, nýja tónlistarsetrið á Stokkalæk, í nær 100 km fjarlægð frá Reykjavík, er nýlega sett á stofn, fyrst og fremst að styrkja unga tónlistarnema í klassískri tónlist til að efla færni sína og menntun og veita þeim og öðru tónlistarfólki tækifæri á að iðka tónlist sína, koma saman og æfa og halda tónleika. Tónlistarsetrið til húsa í fyrrum fjósi við gamla bæinn í landi Stokkalækjar á Rangárvöllum. Þar var áður hótelrekstur og ferðaþjónusta. Í húsinu eru átta tveggja manna herbergi með baði og er Kawai-píanó í hverju herbergi. Í salnum, sem jafnframt er setustofa og tekur um það bil 50 manns í sæti, er nýr Steinway-flygill, valinn af Víkingi Heiðari Ólafssyni. Hann mun svo standa fyrir tónlistarhátíðum og meistaranámskeiðum í Selinu á Stokkalæk á komandi árum. Í ráði er að úthluta á hverju ári nokkrum heimildum til endurgjaldslausrar dvalar í Selinu sem styrkjum til þeirra tónlistarnema eða tónlistarkennara, sem áhuga hafa á að skipuleggja og standa fyrir meistaranámskeiðum og til tónlistarnema og tónlistarmanna, sem eru að hefja feril sinn sem atvinnumenn í klassískri tónlist, til æfinga og tónleikahalds. Á tónleikunum 4. júlí, sem hefjast kl. 14 og kl. 17, mun Víkingur Heiðar flytja eigin útsetningar á íslenskum sönglögum auk verka eftir Chopin og Debussy. Hann flutti íslensku sönglögin í sínum útsetningum á Listahátið við frábærar undirtektir. Víkingur hefur haft nóg að gera upp á síðkastið. Hann gaf nýlega út disk á eigin vegum sem fæst í betri hljómplötudeildum. Þá munu hann og Halla Oddný spila fjórhenta útsetningu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar á íslenska þjóðsöngnum, Ó, Guð vors lands. Ekki er vitað til að þessi útsetning hafi áður verið flutt opinberlega hér á landi. Loks munu Víkingur og Hulda Jónsdóttir flytja verk eftir Manuel de Falla og Mozart. Ókeypis er á tónleikana en vegna takmarkaðs sætafjölda í Selinu á Stokkalæk þarf að panta miða í síma 4875512 á morgun, miðvikudagi 1. júlí nk. milli kl. 13 og 18. Heimasíða Selsins á Stokkalæk, stokkalækur.is, verður opnuð um mánaðamótin. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Á laugardag verða haldnir tónleikar í fyrsta sinn í Selinu á Stokkalæk á Rangárvöllum. Þar mun Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari koma fram á tvennum tónleikum ásamt þeim Höllu Oddnýju Magnúsdóttur píanóleikara og Huldu Jónsdóttur fiðluleikara. Selið, nýja tónlistarsetrið á Stokkalæk, í nær 100 km fjarlægð frá Reykjavík, er nýlega sett á stofn, fyrst og fremst að styrkja unga tónlistarnema í klassískri tónlist til að efla færni sína og menntun og veita þeim og öðru tónlistarfólki tækifæri á að iðka tónlist sína, koma saman og æfa og halda tónleika. Tónlistarsetrið til húsa í fyrrum fjósi við gamla bæinn í landi Stokkalækjar á Rangárvöllum. Þar var áður hótelrekstur og ferðaþjónusta. Í húsinu eru átta tveggja manna herbergi með baði og er Kawai-píanó í hverju herbergi. Í salnum, sem jafnframt er setustofa og tekur um það bil 50 manns í sæti, er nýr Steinway-flygill, valinn af Víkingi Heiðari Ólafssyni. Hann mun svo standa fyrir tónlistarhátíðum og meistaranámskeiðum í Selinu á Stokkalæk á komandi árum. Í ráði er að úthluta á hverju ári nokkrum heimildum til endurgjaldslausrar dvalar í Selinu sem styrkjum til þeirra tónlistarnema eða tónlistarkennara, sem áhuga hafa á að skipuleggja og standa fyrir meistaranámskeiðum og til tónlistarnema og tónlistarmanna, sem eru að hefja feril sinn sem atvinnumenn í klassískri tónlist, til æfinga og tónleikahalds. Á tónleikunum 4. júlí, sem hefjast kl. 14 og kl. 17, mun Víkingur Heiðar flytja eigin útsetningar á íslenskum sönglögum auk verka eftir Chopin og Debussy. Hann flutti íslensku sönglögin í sínum útsetningum á Listahátið við frábærar undirtektir. Víkingur hefur haft nóg að gera upp á síðkastið. Hann gaf nýlega út disk á eigin vegum sem fæst í betri hljómplötudeildum. Þá munu hann og Halla Oddný spila fjórhenta útsetningu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar á íslenska þjóðsöngnum, Ó, Guð vors lands. Ekki er vitað til að þessi útsetning hafi áður verið flutt opinberlega hér á landi. Loks munu Víkingur og Hulda Jónsdóttir flytja verk eftir Manuel de Falla og Mozart. Ókeypis er á tónleikana en vegna takmarkaðs sætafjölda í Selinu á Stokkalæk þarf að panta miða í síma 4875512 á morgun, miðvikudagi 1. júlí nk. milli kl. 13 og 18. Heimasíða Selsins á Stokkalæk, stokkalækur.is, verður opnuð um mánaðamótin.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira