Lífið

Fersk Jackson-lög

Will.i.am (annar frá vinstri) starfaði með Michael Jackson áður en hann lést.
Will.i.am (annar frá vinstri) starfaði með Michael Jackson áður en hann lést.

Will.i.am úr hljómsveitinni Black Eyed Peas tók upp nýtt efni með Michael Jackson áður en hann lést. Hljómurinn var bæði ferskur og áræðinn. „Þessi lög kröfðust þess af fólki að fara út á dansgólfið. Auðvitað voru þau melódísk," sagði hann.

Ekki er víst hvað verður um lögin því Jackson geymdi þau í tölvunni sinni. Síðasta plata hans með nýju efni, Invincible, kom út árið 2001. Með samstarfinu við will.i.am og fleiri unga listamenn vildi Jackson hressa upp á feril sinn. Biðu margir með mikilli eftir­væntingu eftir útkomunni.

Will.i.am segist hafa lært mikið af samstarfi sínu við Jackson. „Við urðum mjög góðir vinir. Hann var mjög vingjarnlegur við mig, en hann hefði ekki þurft að vera það. Hann hringdi í mig á feðradaginn vegna þess að hann vissi að ég ætti engan pabba. Hann var afar góður og kenndi mér mikið."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.