Lautarferðir á Lækjartorgi í sumar 30. júní 2009 04:15 Ívar Örn verður duglegur við að grilla á Lækjartorgi í sumar með hjálp krakkanna úr Vinnuskólanum.fréttablaðið/pjetur Landnemahópur Vinnuskólans ætlar að grilla á Lækjartorgi í hádeginu á virkum dögum í sumar undir leiðsögn leikarans Ívars Arnar Sverrissonar, sem hefur verið ráðinn Landnámsmaður miðbæjarins. Fólk er hvatt til að taka með sér samloku, pylsu eða uppáhaldssteikina sína í nesti og grilla með hjálp Vinnuskólans. „Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni og kallast þróunarverkefni hjá Vinnuskólanum. Þá erum við að nýta mannaflann í aðeins öðruvísi hluti,“ segir Ívar Örn. „Þau fóru af stað í fyrra með lifandi vegvísa þar sem vinnuskólakrakkar menntuðu sig í að gefa leiðbeiningar fyrir túrista en það sem við erum að gera núna er meira fyrir Íslendinga. Við erum að setja okkur í þau spor að vera gestir í eigin miðborg og koma auga á svæði sem eru vannýtt,“ segir hann. „Það er góður samhugur í borginni með þetta verkefni og allar deildir vinna saman við að láta þetta gerast.“ Fyrsta grillveislan var haldin í gær og stendur verkefnið yfir út allan júlímánuð. „Það er gaman að vinna með krökkunum. Þau eru svo rosalega hugmyndarík og til í þetta. Ég valdi krakka úr eins mörgum hverfum í Reykjavík og ég gat því þetta eru ekki bara krakkar sem eiga heima í miðbænum. Þeir fá að upplifa miðborgina í marga daga í röð og hvað hún hefur upp á að bjóða.“ Ef fólk vill koma ábendingum sem varða miðborgina áleiðis og hvernig hægt er að nýta hana betur getur það sent póst á landnamsmadur@reykjavik.is. Í sumar verður einnig starfrækt útitafl í miðborginni og næsta miðvikudag verður haldið taflmót frá kl 12 til 15. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Landnemahópur Vinnuskólans ætlar að grilla á Lækjartorgi í hádeginu á virkum dögum í sumar undir leiðsögn leikarans Ívars Arnar Sverrissonar, sem hefur verið ráðinn Landnámsmaður miðbæjarins. Fólk er hvatt til að taka með sér samloku, pylsu eða uppáhaldssteikina sína í nesti og grilla með hjálp Vinnuskólans. „Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni og kallast þróunarverkefni hjá Vinnuskólanum. Þá erum við að nýta mannaflann í aðeins öðruvísi hluti,“ segir Ívar Örn. „Þau fóru af stað í fyrra með lifandi vegvísa þar sem vinnuskólakrakkar menntuðu sig í að gefa leiðbeiningar fyrir túrista en það sem við erum að gera núna er meira fyrir Íslendinga. Við erum að setja okkur í þau spor að vera gestir í eigin miðborg og koma auga á svæði sem eru vannýtt,“ segir hann. „Það er góður samhugur í borginni með þetta verkefni og allar deildir vinna saman við að láta þetta gerast.“ Fyrsta grillveislan var haldin í gær og stendur verkefnið yfir út allan júlímánuð. „Það er gaman að vinna með krökkunum. Þau eru svo rosalega hugmyndarík og til í þetta. Ég valdi krakka úr eins mörgum hverfum í Reykjavík og ég gat því þetta eru ekki bara krakkar sem eiga heima í miðbænum. Þeir fá að upplifa miðborgina í marga daga í röð og hvað hún hefur upp á að bjóða.“ Ef fólk vill koma ábendingum sem varða miðborgina áleiðis og hvernig hægt er að nýta hana betur getur það sent póst á landnamsmadur@reykjavik.is. Í sumar verður einnig starfrækt útitafl í miðborginni og næsta miðvikudag verður haldið taflmót frá kl 12 til 15.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira