Erlent

Íraskar sveitir taka við af bandarískum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hermenn í Írak.
Hermenn í Írak.

Bandarískum hermönnum í Írak mun fækka ört næstu mánuði og munu íraskar öryggissveitir taka við hlutverki þeirra. Um þessar mundir eru um það bil 130.000 bandarískir hermenn í Írak og eru þeir nú í óða önn að koma sér fyrir í herstöðvum utan þéttbýlis. Í árslok 2011 er svo stefnt á að allir bandarískir hermenn verði farnir frá landinu en herinn hefur haft viðveru þar síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak vorið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×