Umdeild fegurðardrottning eyðir jólunum á Íslandi 23. nóvember 2009 08:00 Rachel Kum hyggst eyða jólunum á Íslandi. Kum vill synda í Bláa lóninu og sjá norðurljósin með eigin augum. Kum er síður en svo allra í heimalandinu því margir íbúar Singapore urðu ákaflega hneykslaðir þegar myndir af henni úr veislu einni láku á netið. Þar sést hún meðal annars faðma stelpu í typpabúning. „Ég vil synda í Bláa lóninu um jólin. Ég verð vonandi búin að bóka farið í næstu viku," sagði Rachel Kum, ungfrú Singapore, á vefsíðu sinni í vikunni. Rechel kemur til landsins í desember og verður samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í fylgd með vini sínum. Hún er umdeild í heimalandi sínu eftir að myndir af henni úr gleðskap fóru í dreifingu á Netinu. Myndirnar eru reyndar sárasaklausar, sýna hana meðal annars faðma stúlku í typpabúningi og bíta í köku sem er einnig í laginu eins og typpi. Myndirnar fóru fyrir brjóstið á fólki sem fannst hegðun hennar óviðeigandi vegna titilsins. Þeim var lekið á Netið tveimur mánuðum áður en hún tók þátt í Miss Universe, en stjórnendur fegurðarsamkeppninnar í Singapore blésu á gagnrýnisraddirnar. Þeir sögðu að myndirnar skiptu engu máli - þær væru bara teknar í veislum sem fólk hefur haldið fyrir hana. Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir keppti í Miss Universe á árinu ásamt Rachel. Hún vissi af komu hennar til landsins og þær hafa verið í tölvupóstsambandi frá því að keppni lauk. Ingibjörg lýsir Rachel sem miklum töffara og segir að hún sé mjög skemmtileg stelpa. „Hún er ekki svona týpísk pempíudrottning," segir Ingibjörg og bætir við að áhugi hennar á Íslandi hafi ekki verið áberandi, þó að hún hafi forvitnast um landið eins og hinir keppendurnir. „Hún spurði hvernig Íslandi væri og hvernig væri að búa þar." Rachel hefur útbúið lista yfir það sem hún vill sjá á Íslandi á meðan á dvöl hennar stendur. Hún vill augljóslega fara hinn hefðbundna túrístarúnt, ætlar í Bláa lónið og langar að sjá norðurljósin, sem Ingibjörg segir að hafi heillað stelpurnar í keppninni. „Þeim fannst norðurljósin alveg mögnuð, en við lítum náttúrulega öðruvísi á þau vegna þess að við erum búin að sjá þau svo oft." Ekki náðist í Rachel sjálfa, en aðstoðarmaður hennar tjáði Fréttablaðinu að hún væri að sýna á góðgerðartískusýningu í Sri Lanka. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
„Ég vil synda í Bláa lóninu um jólin. Ég verð vonandi búin að bóka farið í næstu viku," sagði Rachel Kum, ungfrú Singapore, á vefsíðu sinni í vikunni. Rechel kemur til landsins í desember og verður samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í fylgd með vini sínum. Hún er umdeild í heimalandi sínu eftir að myndir af henni úr gleðskap fóru í dreifingu á Netinu. Myndirnar eru reyndar sárasaklausar, sýna hana meðal annars faðma stúlku í typpabúningi og bíta í köku sem er einnig í laginu eins og typpi. Myndirnar fóru fyrir brjóstið á fólki sem fannst hegðun hennar óviðeigandi vegna titilsins. Þeim var lekið á Netið tveimur mánuðum áður en hún tók þátt í Miss Universe, en stjórnendur fegurðarsamkeppninnar í Singapore blésu á gagnrýnisraddirnar. Þeir sögðu að myndirnar skiptu engu máli - þær væru bara teknar í veislum sem fólk hefur haldið fyrir hana. Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir keppti í Miss Universe á árinu ásamt Rachel. Hún vissi af komu hennar til landsins og þær hafa verið í tölvupóstsambandi frá því að keppni lauk. Ingibjörg lýsir Rachel sem miklum töffara og segir að hún sé mjög skemmtileg stelpa. „Hún er ekki svona týpísk pempíudrottning," segir Ingibjörg og bætir við að áhugi hennar á Íslandi hafi ekki verið áberandi, þó að hún hafi forvitnast um landið eins og hinir keppendurnir. „Hún spurði hvernig Íslandi væri og hvernig væri að búa þar." Rachel hefur útbúið lista yfir það sem hún vill sjá á Íslandi á meðan á dvöl hennar stendur. Hún vill augljóslega fara hinn hefðbundna túrístarúnt, ætlar í Bláa lónið og langar að sjá norðurljósin, sem Ingibjörg segir að hafi heillað stelpurnar í keppninni. „Þeim fannst norðurljósin alveg mögnuð, en við lítum náttúrulega öðruvísi á þau vegna þess að við erum búin að sjá þau svo oft." Ekki náðist í Rachel sjálfa, en aðstoðarmaður hennar tjáði Fréttablaðinu að hún væri að sýna á góðgerðartískusýningu í Sri Lanka. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira