Fjarvera annarra þingmanna hafði ekki áhrif á afgreiðslu Icesave Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 27. júlí 2009 17:46 Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknar. Tveir þingmenn, utan Lilju Mósesdóttur, voru fjarverandi fund efnahags- og skattanefndar þegar umsögn um Icesave málið var afgreidd þaðan síðastliðinn miðvikudag til fjárlaganefndar. Eins og Vísir greindi frá kallaði Lilja inn varamann í pólitískum tilgangi, þar eð hún vildi hvorki greiða umsögninni atkvæði með eða á móti, þrátt fyrir að hún væri henni andsnúin. Að sögn þeirra Magnúsar Orra Schram, þingmanns Samfylkingar, og Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknar, sem báðir kölluðu inn varamann á sama fund voru forföll þeirra ekki pólitísk. „Ég var bara fjarverandi og það voru löggildar ástæður fyrir því," segir Magnús Orri. Hann segist hafa tekið þátt í að semja nefndarálitið svo hann hefði greitt atkvæði með málinu, rétt eins og varamaður hans gerði. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingar.„Fjarvera mín tengdist ekki afstöðunni til þessa máls, enda liggur hún alveg fyrir," segir Birkir Jón. Hann var norður í landi þegar atkvæðagreiðslan fór fram, en hann varð þrítugur um helgina. Birkir segir varamann sinn hafa greitt atkvæði á móti umsögninni, rétt eins og hann hefði sjálfur gert, og telur fjarveru sína ekki hafa haft áhrif á afgreiðslu málsins. Eins og Vísir greindi frá í dag var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, fjarverandi afgreiðslu sama máls úr utanríkismálanefnd. Guðfríður hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum fréttastofu til að leita skýringa á fjarveru hennar og afstöðu til málsins. Tengdar fréttir Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið. 22. júlí 2009 14:10 Skylt að sækja nefndafundi samkvæmt lögum Samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis er þingmönnum skylt að sækja alla nefndafundi nema nauðsyn banni. Forfallist þeir svo nauðsyn krefji er þingflokki þingmannsins heimilt að tilnefna annan þingmann sem varamann um stundarsakir til setu í nefnd. 23. júlí 2009 16:20 Birgitta kemur Lilju til varnar „Hvað átti hún að gera annað, átti hún að rjúfa meirihlutann? Það er rosalega erfitt að standa einn í svona stappi miðað við pressuna undanfarið," segi Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, í samtali við fréttastofu. 22. júlí 2009 16:27 Guðfríður Lilja var ekki á áliti utanríkismálanefndar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, mætti ekki á fund utanríkismálanefndar Alþingis þegar gengið var frá umsögn nefndarinnar í Icesavemálinu fyrir helgi, samkvæmt heimildum fréttastofu. 27. júlí 2009 13:30 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Tveir þingmenn, utan Lilju Mósesdóttur, voru fjarverandi fund efnahags- og skattanefndar þegar umsögn um Icesave málið var afgreidd þaðan síðastliðinn miðvikudag til fjárlaganefndar. Eins og Vísir greindi frá kallaði Lilja inn varamann í pólitískum tilgangi, þar eð hún vildi hvorki greiða umsögninni atkvæði með eða á móti, þrátt fyrir að hún væri henni andsnúin. Að sögn þeirra Magnúsar Orra Schram, þingmanns Samfylkingar, og Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknar, sem báðir kölluðu inn varamann á sama fund voru forföll þeirra ekki pólitísk. „Ég var bara fjarverandi og það voru löggildar ástæður fyrir því," segir Magnús Orri. Hann segist hafa tekið þátt í að semja nefndarálitið svo hann hefði greitt atkvæði með málinu, rétt eins og varamaður hans gerði. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingar.„Fjarvera mín tengdist ekki afstöðunni til þessa máls, enda liggur hún alveg fyrir," segir Birkir Jón. Hann var norður í landi þegar atkvæðagreiðslan fór fram, en hann varð þrítugur um helgina. Birkir segir varamann sinn hafa greitt atkvæði á móti umsögninni, rétt eins og hann hefði sjálfur gert, og telur fjarveru sína ekki hafa haft áhrif á afgreiðslu málsins. Eins og Vísir greindi frá í dag var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, fjarverandi afgreiðslu sama máls úr utanríkismálanefnd. Guðfríður hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum fréttastofu til að leita skýringa á fjarveru hennar og afstöðu til málsins.
Tengdar fréttir Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið. 22. júlí 2009 14:10 Skylt að sækja nefndafundi samkvæmt lögum Samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis er þingmönnum skylt að sækja alla nefndafundi nema nauðsyn banni. Forfallist þeir svo nauðsyn krefji er þingflokki þingmannsins heimilt að tilnefna annan þingmann sem varamann um stundarsakir til setu í nefnd. 23. júlí 2009 16:20 Birgitta kemur Lilju til varnar „Hvað átti hún að gera annað, átti hún að rjúfa meirihlutann? Það er rosalega erfitt að standa einn í svona stappi miðað við pressuna undanfarið," segi Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, í samtali við fréttastofu. 22. júlí 2009 16:27 Guðfríður Lilja var ekki á áliti utanríkismálanefndar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, mætti ekki á fund utanríkismálanefndar Alþingis þegar gengið var frá umsögn nefndarinnar í Icesavemálinu fyrir helgi, samkvæmt heimildum fréttastofu. 27. júlí 2009 13:30 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið. 22. júlí 2009 14:10
Skylt að sækja nefndafundi samkvæmt lögum Samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis er þingmönnum skylt að sækja alla nefndafundi nema nauðsyn banni. Forfallist þeir svo nauðsyn krefji er þingflokki þingmannsins heimilt að tilnefna annan þingmann sem varamann um stundarsakir til setu í nefnd. 23. júlí 2009 16:20
Birgitta kemur Lilju til varnar „Hvað átti hún að gera annað, átti hún að rjúfa meirihlutann? Það er rosalega erfitt að standa einn í svona stappi miðað við pressuna undanfarið," segi Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, í samtali við fréttastofu. 22. júlí 2009 16:27
Guðfríður Lilja var ekki á áliti utanríkismálanefndar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, mætti ekki á fund utanríkismálanefndar Alþingis þegar gengið var frá umsögn nefndarinnar í Icesavemálinu fyrir helgi, samkvæmt heimildum fréttastofu. 27. júlí 2009 13:30