Innlent

Papeyjarsmyglið: Skútumenn í gæsluvarðhald til 12.maí

Þremenningarnir leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Austurlands. Samsett mynd.
Þremenningarnir leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Austurlands. Samsett mynd. MYND/PJETUR

Rúnar Þór Róbertsson og Árni Hrafn Ásbjörnsson ásamt hollenskum karlmanni voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12.maí næstkomandi í Héraðsdómi Austurlands fyrir stundu. Þremenningarnir voru handteknir í skútunni Sirtaki í fyrrakvöld en grunur leikur á að skútan hafi komið með rúm 100 kíló af fíkniefnum hingað til lands.  

Samkvæmt heimildum fréttastofu verður nú flogið með mennina á einkaflugvél til Selfoss en þar verða þeir síðan fluttir á Litla-Hraun í gæsluvarðhald. 

Sex menn hafa verið handteknir í tengslum við málið sem talið er vera umfangsmesta fíkniefnasmygl sem komið hefur upp hér á landi.


Tengdar fréttir

TÝR á leið til hafnar með mennina

Mennirnir þrír sem taknir voru um borð í skútunni sem notuð var í stærsta fíkniefnasmygli sögunnar í gær eru enn um borð í varðskipinu TÝ. Friðrik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að skipið fari hægt yfir þar sem skútan er með í togi. Hann segir óljóst hvenær von sé á skipinu til hafnar en sennilega verði það ekki fyrr en seint í kvöld.

Skútumálið - fréttaskýring

Alls hafa sex einstaklingar verið handteknir í umfangsmesta og stærsta fíkniefnsmygli Íslandssögunnar. Lögreglan er þegar búinn að leggja hald á 109 kíló af hvítu dufti, amfetamíni eða Kókaíni, maríjúna, hassi og svo MDMA eða E-töflur eins og efnið er iðullega nefnt.

Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar

Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornarfirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Von á Sirtaki til hafnar innan tíðar

Gert er ráð fyrir að varðskipið Týr komi að höfn í Eskifirði með meinta fíkniefnasmyglara úr smyglskútunni Sirtaki klukkan átta nú í morgunsárið. Stýrimenn og hásetar af varðskipinu sigla skútunni og varðskipið fylgir eftir, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Grunaður eiturlyfjasmyglari í meðferð fyrir fjórum mánuðum

Yngsti smyglarinn af þremur sem voru handteknir við Djúpavog og Hornafjörð í gær vegna gruns um tilraun til þess að smygla hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu, var í meðferð fyrir fjórum mánuðum síðan.

Þrír menn handteknir um borð í skútunni

Sérveitarmenn handtóku nú fyrir skömmu þrjá menn um borð í skútu fyrir austan land sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að flytja rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins. Varðskipið TÝR stöðvaði skútuna eftir langa eftirför.

Nokkrir handteknir og þyrlur lentar

Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför.

Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð

Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein.

109 kíló af fíkniefnum komu með skútunni

Á blaðamannafundi sem haldinn var á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir stundu í tengslum við fíkniefnafund á Austurlandi í gærdag kom fram að lögreglan hafi upprætt um 109 kíló af fíkniefnum. Um var að ræða hass, maríjúana, amfetamín og einnig nokkur þúsund e-töflur. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír um borð í skútu sem sigldi með efnin hingað til lands, en þeir eru á leið til landsins. Þar voru tveir íslendingar og einn hollendingur. Einn mannanna er á þrítugsaldri og hinir tveir á fimmtugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×