Innlent

Ók á ljósastaur í Kópavogi

Bíl var ekið á ljósastaur á hringtorgi við Dalveg í Kópavogi fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var talið að ökumaðurinn væri fastur í bílnum og því var tækjabíll sendur á staðinn ásamt sjúkrabifreið. Svo virðist vera sem maðurinn hafi komist út úr bílnum af sjálfsdáðum en óljóst er um meiðsli þar sem sjúkraflutningamenn eru enn á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×