Lífið

Andakt á Þingvöllum

Tónlist Einar Jóhannesson er listrænn stjórnandi tónleikaraðar á þriðjudagskvöldum í Þingvallakirkju.
Tónlist Einar Jóhannesson er listrænn stjórnandi tónleikaraðar á þriðjudagskvöldum í Þingvallakirkju.

Í kvöld hefst í þriðja sinn tónleikahald að sumri í Þingvallakirkju. Þessi látlausa sveitakirkja hefur um árhundruð þjónað sinni litlu sókn í Bláskógaheiðinni en byggð er þar strjál á fornum býlum en þess meiri í sumarhúsum umhverfis vatnið og á tjaldstæðum.

Það er organisti kirkjunnar og básúnuleikarinn Guðmundur Vilhjálmsson sem opnar hátíðina ásamt Silfursveinum sínum, þeim Guðmundi Hafsteinssyni og Jóhanni Stefánssyni trompetleikurum og Einari Jónssyni básúnuleikara.

Þeir munu leiða áheyrendur um töfraheima tónlistarinnar með málmblásturshljóðfærum sínum og leika verk frá endurreisnartímanum til heiðríkju Mozarts. Í tónaveislunni munu heyrast verk eftir Thomas Tallis, Gabrieli, Händel, Bach og fleiri snillinga. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.

Tónleikarnir eru ókeypis en gestum er gefinn kostur á að greiða í styrktarsjóð fyrir tónleikaröðina. Bent er á að Hótel Valhöll er opin og þar má kaupa sér kvöldverð vægu verði, til dæmis hina rómuðu bleikju úr vatninu, en áætlað er að tónleikarnir standi í tæpa klukkustund.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.