Þúsundir Írana mótmæltu við gröf Nedu í Teheran 31. júlí 2009 04:00 Mahmoud Ahmadinejad forseti situr með krosslagða fætur en æðsti leiðtoginn Ali Khameini á stól. Yfir gnæfir mynd af byltingarleiðtoganum Khomeini, forvera Khameinis. Mynd/AP Lögreglan í Íran beitti táragasi og bareflum á þúsundir mótmælenda sem í gær efndu til minningarathafnar við gröf ungu konunnar Nedu Agha-Soltan, sem féll fyrir byssukúlu á mótmælafundi í síðasta mánuði. Meðal annars kom lögreglan í veg fyrir að Mir Hossein Moussavi, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, gæti slegist í hópinn. Mótmælendurnir höfðu komið upp í Behesht-e Zahra-grafreitnum minnisvarða um fórnarlömb átakanna síðustu vikur. Þeir krefjast afsagnar Mahmouds Ahmadinejad forseta. Mótmælendurnir eru sannfærðir um að úrslit forsetakosninga 12. júní hafi verið fölsuð, og sigurvegari hafi ekki verið Ahmadinejad heldur Moussavi. Neda Agha Soltan var 27 ára þegar hún féll fyrir byssukúlu á mótmælafundi í Teheran í síðasta mánuði. Hún var ekki þátttakandi í mótmælunum heldur átti aðeins leið hjá. Mótmælendurnir eru sannfærðir um að stjórnvöld beri ábyrgð á dauða hennar. „Neda lifir, Ahmadinejad er dauður,“ hrópuðu sumir í mannfjöldanum í gær við gröf Nedu. Ásakanir um að mótmælendur hafi verið pyntaðir í vörslu lögreglu hafa vakið reiði almennings og þykja vandræðalegar fyrir klerkastjórnina, sem hefur fyrir vikið fengið á sig óvenju harða gagnrýni úr eigin röðum og frá íhaldsmönnum sem til þessa hafa stutt stjórnina. Mótmælendur komu einnig saman í gær við Mosalla-moskuna í miðborg Teheran, en fjölmargir lögreglumenn voru þar í viðbragðsstöðu og einnig á helstu gatnamótum í nágrenninu. Þegar Moussavi kom að gröf Nedu hrópuðu stuðningsmenn nafn hans og líktu honum við einn helsta dýrling í sögu sjía-múslima, nafna hans sem var tengdasonur Múhameðs spámanns. Lögreglan vísaði honum frá grafreitnum, þar sem margir þeirra sem fallið hafa í átökunum undanfarið eru grafnir. Lögreglan handtók einnig tvo þekkta íranska kvikmyndagerðarmenn, Jafar Panahi og Mahnaz Mohammadi, sem reyndu að leggja blóm á gröf Nedu. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira
Lögreglan í Íran beitti táragasi og bareflum á þúsundir mótmælenda sem í gær efndu til minningarathafnar við gröf ungu konunnar Nedu Agha-Soltan, sem féll fyrir byssukúlu á mótmælafundi í síðasta mánuði. Meðal annars kom lögreglan í veg fyrir að Mir Hossein Moussavi, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, gæti slegist í hópinn. Mótmælendurnir höfðu komið upp í Behesht-e Zahra-grafreitnum minnisvarða um fórnarlömb átakanna síðustu vikur. Þeir krefjast afsagnar Mahmouds Ahmadinejad forseta. Mótmælendurnir eru sannfærðir um að úrslit forsetakosninga 12. júní hafi verið fölsuð, og sigurvegari hafi ekki verið Ahmadinejad heldur Moussavi. Neda Agha Soltan var 27 ára þegar hún féll fyrir byssukúlu á mótmælafundi í Teheran í síðasta mánuði. Hún var ekki þátttakandi í mótmælunum heldur átti aðeins leið hjá. Mótmælendurnir eru sannfærðir um að stjórnvöld beri ábyrgð á dauða hennar. „Neda lifir, Ahmadinejad er dauður,“ hrópuðu sumir í mannfjöldanum í gær við gröf Nedu. Ásakanir um að mótmælendur hafi verið pyntaðir í vörslu lögreglu hafa vakið reiði almennings og þykja vandræðalegar fyrir klerkastjórnina, sem hefur fyrir vikið fengið á sig óvenju harða gagnrýni úr eigin röðum og frá íhaldsmönnum sem til þessa hafa stutt stjórnina. Mótmælendur komu einnig saman í gær við Mosalla-moskuna í miðborg Teheran, en fjölmargir lögreglumenn voru þar í viðbragðsstöðu og einnig á helstu gatnamótum í nágrenninu. Þegar Moussavi kom að gröf Nedu hrópuðu stuðningsmenn nafn hans og líktu honum við einn helsta dýrling í sögu sjía-múslima, nafna hans sem var tengdasonur Múhameðs spámanns. Lögreglan vísaði honum frá grafreitnum, þar sem margir þeirra sem fallið hafa í átökunum undanfarið eru grafnir. Lögreglan handtók einnig tvo þekkta íranska kvikmyndagerðarmenn, Jafar Panahi og Mahnaz Mohammadi, sem reyndu að leggja blóm á gröf Nedu.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira