Veitir kynlífsráðgjöf í Elle 3. september 2009 04:15 Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright var nýverið álitsgjafi á heimasíðu hins virta tímarits Elle varðandi kynlífsmyndbönd og nektarljósmyndir fræga fólksins í Hollywood. Mikill fjöldi slíkra myndbanda og ljósmynda hefur litið dagsins ljós undanfarin ár með aukinni net- og farsímanotkun þar sem stjörnur á borð við Paris Hilton, bresku fyrirsætuna Jordan og Vanessu Hudgens úr High School Musical sjást fækka fötum. Oft eru það fyrrverandi kærastar eða kærustur sem setja efnið á netið, stjörnunum til lítillar gleði. Yvonne Kristín, sem á íslenska móður og bandarískan föður, er eftirsóttur kynlífsráðgjafi í Bandaríkjunum. Hún skrifar kynlífsdálka fyrir Foxnews.com, hefur verið álitsgjafi fyrir tímaritið Cosmopolitan og gefið út bækur um kynlíf. Í greininni í Elle segir hún að margar ungar stjörnur átti sig ekki á því að fyrrverandi ástfólk þeirra geti notfært sér sambandið í gróðaskyni. Hún segir að stjörnurnar þurfi samt ekkert endilega að biðjast afsökunar á hegðun sinni. „Það er ekkert rangt við nakinn líkama og að nota hann til að krydda ástarsambandið. Erótískar ljósmyndir og myndbönd sem eru tekin upp á símann eru nýjasta aðferðin til að reyna að hrífa einhvern," segir Yvonne. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að manni líði vel í sambandinu og treysti hinum aðilanum fullkomlega. „Fyrrverandi kærastar eða kærustur geta verið grimm þegar hlutirnir ganga ekki upp og þá skiptir engu máli hvort þau hafi verið saman í ellefu vikur eða ellefu ár. Stjörnurnar verða að vega og meta hvort áhættan sem af svona myndefni stafar sé þess virði." freyr@frettabladid.is paris hilton Hótelerfinginn hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár. jordan Breska fyrirsætan skildi nýverið við Peter Andre. vanessa hudgens Hudgens sló í gegn í High School Musical-myndinni. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright var nýverið álitsgjafi á heimasíðu hins virta tímarits Elle varðandi kynlífsmyndbönd og nektarljósmyndir fræga fólksins í Hollywood. Mikill fjöldi slíkra myndbanda og ljósmynda hefur litið dagsins ljós undanfarin ár með aukinni net- og farsímanotkun þar sem stjörnur á borð við Paris Hilton, bresku fyrirsætuna Jordan og Vanessu Hudgens úr High School Musical sjást fækka fötum. Oft eru það fyrrverandi kærastar eða kærustur sem setja efnið á netið, stjörnunum til lítillar gleði. Yvonne Kristín, sem á íslenska móður og bandarískan föður, er eftirsóttur kynlífsráðgjafi í Bandaríkjunum. Hún skrifar kynlífsdálka fyrir Foxnews.com, hefur verið álitsgjafi fyrir tímaritið Cosmopolitan og gefið út bækur um kynlíf. Í greininni í Elle segir hún að margar ungar stjörnur átti sig ekki á því að fyrrverandi ástfólk þeirra geti notfært sér sambandið í gróðaskyni. Hún segir að stjörnurnar þurfi samt ekkert endilega að biðjast afsökunar á hegðun sinni. „Það er ekkert rangt við nakinn líkama og að nota hann til að krydda ástarsambandið. Erótískar ljósmyndir og myndbönd sem eru tekin upp á símann eru nýjasta aðferðin til að reyna að hrífa einhvern," segir Yvonne. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að manni líði vel í sambandinu og treysti hinum aðilanum fullkomlega. „Fyrrverandi kærastar eða kærustur geta verið grimm þegar hlutirnir ganga ekki upp og þá skiptir engu máli hvort þau hafi verið saman í ellefu vikur eða ellefu ár. Stjörnurnar verða að vega og meta hvort áhættan sem af svona myndefni stafar sé þess virði." freyr@frettabladid.is paris hilton Hótelerfinginn hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár. jordan Breska fyrirsætan skildi nýverið við Peter Andre. vanessa hudgens Hudgens sló í gegn í High School Musical-myndinni.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira