Veitir kynlífsráðgjöf í Elle 3. september 2009 04:15 Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright var nýverið álitsgjafi á heimasíðu hins virta tímarits Elle varðandi kynlífsmyndbönd og nektarljósmyndir fræga fólksins í Hollywood. Mikill fjöldi slíkra myndbanda og ljósmynda hefur litið dagsins ljós undanfarin ár með aukinni net- og farsímanotkun þar sem stjörnur á borð við Paris Hilton, bresku fyrirsætuna Jordan og Vanessu Hudgens úr High School Musical sjást fækka fötum. Oft eru það fyrrverandi kærastar eða kærustur sem setja efnið á netið, stjörnunum til lítillar gleði. Yvonne Kristín, sem á íslenska móður og bandarískan föður, er eftirsóttur kynlífsráðgjafi í Bandaríkjunum. Hún skrifar kynlífsdálka fyrir Foxnews.com, hefur verið álitsgjafi fyrir tímaritið Cosmopolitan og gefið út bækur um kynlíf. Í greininni í Elle segir hún að margar ungar stjörnur átti sig ekki á því að fyrrverandi ástfólk þeirra geti notfært sér sambandið í gróðaskyni. Hún segir að stjörnurnar þurfi samt ekkert endilega að biðjast afsökunar á hegðun sinni. „Það er ekkert rangt við nakinn líkama og að nota hann til að krydda ástarsambandið. Erótískar ljósmyndir og myndbönd sem eru tekin upp á símann eru nýjasta aðferðin til að reyna að hrífa einhvern," segir Yvonne. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að manni líði vel í sambandinu og treysti hinum aðilanum fullkomlega. „Fyrrverandi kærastar eða kærustur geta verið grimm þegar hlutirnir ganga ekki upp og þá skiptir engu máli hvort þau hafi verið saman í ellefu vikur eða ellefu ár. Stjörnurnar verða að vega og meta hvort áhættan sem af svona myndefni stafar sé þess virði." freyr@frettabladid.is paris hilton Hótelerfinginn hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár. jordan Breska fyrirsætan skildi nýverið við Peter Andre. vanessa hudgens Hudgens sló í gegn í High School Musical-myndinni. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Sjá meira
Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright var nýverið álitsgjafi á heimasíðu hins virta tímarits Elle varðandi kynlífsmyndbönd og nektarljósmyndir fræga fólksins í Hollywood. Mikill fjöldi slíkra myndbanda og ljósmynda hefur litið dagsins ljós undanfarin ár með aukinni net- og farsímanotkun þar sem stjörnur á borð við Paris Hilton, bresku fyrirsætuna Jordan og Vanessu Hudgens úr High School Musical sjást fækka fötum. Oft eru það fyrrverandi kærastar eða kærustur sem setja efnið á netið, stjörnunum til lítillar gleði. Yvonne Kristín, sem á íslenska móður og bandarískan föður, er eftirsóttur kynlífsráðgjafi í Bandaríkjunum. Hún skrifar kynlífsdálka fyrir Foxnews.com, hefur verið álitsgjafi fyrir tímaritið Cosmopolitan og gefið út bækur um kynlíf. Í greininni í Elle segir hún að margar ungar stjörnur átti sig ekki á því að fyrrverandi ástfólk þeirra geti notfært sér sambandið í gróðaskyni. Hún segir að stjörnurnar þurfi samt ekkert endilega að biðjast afsökunar á hegðun sinni. „Það er ekkert rangt við nakinn líkama og að nota hann til að krydda ástarsambandið. Erótískar ljósmyndir og myndbönd sem eru tekin upp á símann eru nýjasta aðferðin til að reyna að hrífa einhvern," segir Yvonne. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að manni líði vel í sambandinu og treysti hinum aðilanum fullkomlega. „Fyrrverandi kærastar eða kærustur geta verið grimm þegar hlutirnir ganga ekki upp og þá skiptir engu máli hvort þau hafi verið saman í ellefu vikur eða ellefu ár. Stjörnurnar verða að vega og meta hvort áhættan sem af svona myndefni stafar sé þess virði." freyr@frettabladid.is paris hilton Hótelerfinginn hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár. jordan Breska fyrirsætan skildi nýverið við Peter Andre. vanessa hudgens Hudgens sló í gegn í High School Musical-myndinni.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp