Lífið

Gammar í tónleikaferð

Ofurgrúppa Dave Grohl fer í tónleikaferð um Bretland í desember.
Ofurgrúppa Dave Grohl fer í tónleikaferð um Bretland í desember.

Ofurgrúppa Daves Grohl úr Foo Fighters, Them Crooked Vultures, er á leiðinni í tónleikaferð til Bandaríkjanna, Kanada og Bretlands síðar á árinu. Fyrstu tónleikarnir verða í Austin í Texas 1. október en þeir síðustu í London 17. desember. Alls verða tónleikarnir fjórtán og eru farnir til að kynna fyrstu plötu sveitarinnar, Never Deserved the Future, sem kemur hugsanlega út í október.

Auk Grohl skipa sveitina Josh Homme, söngvari og gítarleikari Queens of the Stone Age, og John Paul Jones, bassaleikari hinnar goðsagnakenndu Led Zeppelin. Alain Johannes úr Queens of the Stone Age spilar einnig með á tónleikum. Fyrstu tónleikar Hrægammanna voru í Chicago í ágúst. Eftir það hituðu þeir upp fyrir Arctic Monkeys á tónleikum í London og stigu svo óvænt á svið á Reading- og Leeds-hátíðunum um síðustu helgi við frábærar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.