Lífið

Katie Holmes dansar í lokaþættinum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Katie Holmes ásamt ástmanni sínum, Tom Cruise.
Katie Holmes ásamt ástmanni sínum, Tom Cruise.

Katie Holmes, leikkona og ástmey stórleikarans Tom Cruise, kemur til með að taka sporið í lokaþætti So You Think You Can Dance þáttaraðarinnar.

Að því er kemur fram á slúðurvefnum E-Online er þegar búið að taka atriði hennar upp, en það verður ekki sýnt vestanhafs fyrr en í ágúst.

Samkvæmt heimildarmanni vefsins er atriðið nokkurskonar blanda af Broadway og Hollywood; það hefst á stóru sviði og svo dansar leikkonan inn í kvikmyndaver.

Heimildarmaðurinn tiltók einnig að Katie hefði dansað eins og fagmaður og leggirnir á henni hafi verið í góðu formi. Hún var með staf og hatt og var íklædd fimleikabol og sokkaboxum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.