Lífið

Paris eltir Ronaldo til Madrídar

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Paris og Ronaldo eru ágætis vinir eftir heimsókn kappans til Los Angeles.
Paris og Ronaldo eru ágætis vinir eftir heimsókn kappans til Los Angeles.

Hrifning Paris Hilton á portúgalska framherjanum Cristiano Ronaldo virðist ætla að verða uppspretta að góðu fríi í Evrópu samkvæmt erlendum slúðurmiðlum.

Þau voru mynduð saman á góðri stund á næturklúbbum í Los Angeles fyrr í mánuðinum og virtist líka allvel hvort við annað.

Nú hefur Paris sagt vinum sínum að hún ætli að skella sér til Madrídar að hitta kappann í sumar og skoða sig svo um í Evrópu.

„Ég ætla klárlega til Madrídar að hitta hann," á hún að hafa sagt.

Paris er að sögn ansi hrifin af Evrópu.

„Ég elska að vera í Evrópu. Þeir fatta mig þar. London er klárlega uppáhalds borgin mín. Ég væri klárlega til í að flytja þangað einhverntíman. Það er fullt af veitingastöðum þar með góðan mat og svo elska ég Top Shop og Harrods," bætti hún við og sagðist að lokum dýrka breskan hreim.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.