Innlent

Atkvæði vonandi greidd í dag

ásta r. 
jóhannesdóttir
ásta r. jóhannesdóttir

Ekki er víst að atkvæði verði greidd í dag um tillögu meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

„Ef ég horfi á þetta með bjartsýnisgleraugunum þá vona ég að við klárum þetta annað kvöld [í kvöld]," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Það sé þó ekki víst, og geti dregist fram á fimmtudag.

Rætt var um Evrópumálin á Alþingi fram á kvöld í gær líkt og undanfarna daga. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ljóst að hin mörgu álitamál sem fyrir lægju yrðu aðeins skýrð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hún sagði það hins vegar miður að ekki hefði náðst breið samstaða um málið þvert á flokkslínur.

Pétur H. Blöndal, samflokksmaður Ragnheiðar, fór næstur í pontu og sagði augljóst að Ragnheiður vildi í Evrópusambandið, og gagnrýndi hana fyrir að hafa ofurtrú á breytingartillögu utanríkismálanefndar um að tekið yrði tillit til tiltekinna sjónarmiða við aðildarviðræðurnar.

Líklegur stuðningur Ragnheiðar við tillöguna eykur enn frekar líkurnar á því að hún hljóti samþykki á þinginu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu mun meirihlutinn fyrir aðildarumsókn vera nokkuð tryggur fyrir. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×