Innlent

Blómleg síldveiði við smábátahöfnina í Keflavík

Hér er ekki um afla Keflvíkinganna að ræða en síld er það engu að síður.
Hér er ekki um afla Keflvíkinganna að ræða en síld er það engu að síður. MYND/Export-forum.com

Handagangur var í öskjunni við smábátahöfnina í Keflavík í gær þegar vaskir heimamenn hófu síldveiðar af bryggjunni með öllum tiltækum veiðafærum.

Beitt var netadræsum, veiðistöngum og háfum og var aflinn misjafn hjá mönnum, eins og gengur. Líklega fer síldin aðeins í beitu, því gera má ráð fyrir að hún sé sýkt eins og síldin, sem gengið hefur inn í hafnirnar í Vestmannaeyjum og Hafnarfirði síðustu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×