Innlent

Hjólaþjófur gómaður í samstarfi þriggja lögregluembætta

Með samvinnu þriggja lögregluembætta tókst í nótt að góma þjóf, sem hafði stolið mótorkrosshjóli á kerru á Svalbarðseyri við Eyjafjörð upp úr miðnætti.

Tveimur klukkustundum og 230 kílómetrum síðar stöðvaði lögreglan á Egilsstöðum þjófinn, þar sem hann var staddur á Jökuldal, með kerruna og hjólið, og telst málið upplýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×