Lífið

Kreppufrír og stæltur Pétur Jóhann

Pétur Jóhann Sigfússon leikari.
Pétur Jóhann Sigfússon leikari.

„Við erum mjög ánægðir með miðasöluna," segir Helgi Hermannsson framleiðandi gamanleikritsins Sannleikurinn með Pétri Jóhanni Sigfússyni í aðalhlutverki en uppselt er á fyrstu átta sýningarnar. 

 

„Miðasalan hófst 30. desember og hefur farið mjög vel af stað og ljóst að vinsælasti skemmtikraftur landsins er kreppufrír," segir Helgi.

Smelltu á mynd til að stækka.

„Hann er bara orðinn helvíti öflugur. Hann hefur verið duglegur að lyfta," svarar Helgi aðspurður um áberandi stæltan líkama Péturs.

„Flutningur Péturs Jóhanns er með því fyndnara sem sést hefur á klakanum og ljóst að hann mun sýna á sér nýjar hliðar í verkinu," segir Helgi.

Sannleikurinn verður frumsýndur 6. febrúar í Borgarleikhúsinu og standa æfingar nú yfir.  Nálgast má miða hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.