Innlent

Vegfarandi slasaðist alvarlega við Selfoss

Slysið varð austan við Selfoss.
Slysið varð austan við Selfoss.
Gangandi vegfarandi slasaðist mjög alvarlega þegar hann varð fyrir stórri sendibifreið á þjóðveginum austan við Selfoss laust fyrir klukkan átta í morgun. Hann hefur verið fluttur á Slysadeild Landsspítalans. Þjóðvegur eitt í Flóanum er lokaður þar sem rannsóknarmenn eru á vettvangi, en vegfarendur geta farið hjáleið um Gaulverjabæjarveg og Villingaholtsveg. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×