Innlent

Of mörg fyrirtæki í landinu

frá fundinum Fulltrúar atvinnulífsins í pallborði á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í gær sögðu óþolandi þegar bankarnir haldi lífi í illa stöndugum fyrirtækjum.Fréttablaðið/stefán
frá fundinum Fulltrúar atvinnulífsins í pallborði á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í gær sögðu óþolandi þegar bankarnir haldi lífi í illa stöndugum fyrirtækjum.Fréttablaðið/stefán

Ekkert mælir gegn því að bankarnir brjóti upp fyrirtækjasamstæður sem þeir taka yfir eða aðstoða við endurskipulagningu telji þeir fyrirtækin hafa markaðsráðandi stöðu. Slíkt kann að skila sér til neytenda.

Þetta sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs um áhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja í gær.

„Við endurskipulagningu fyrirtækja verður að horfa til samkeppnissjónarmiða. Bankarnir eiga að passa upp á að fyrirtæki í höndum þeirra brjóti ekki í bága við samkeppnislög. Þeir eiga því að brjóta þau upp,“ sagði Páll.

Fleiri tóku undir með forstjóranum, ekki síst Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. Hann sagði pláss fyrir færri fyrirtæki hér eftir efnahagshrunið og því sé eðlilegt að þau hverfi af markaði sem rekin hafi verið illa eða standi höllum fæti. Ekki eigi að halda lífi í illa stöddum fyrirtækjum.

Linda B. Gunnlaugsdóttir, forstjóri A. Karlsson, sagði hátterni bankanna óþolandi, ekki síst þegar fyrirtækin sem komin séu í hendur bankanna leiti fyrir sér á nýjum markaði. Vísaði hún til þess að ritfanga- og skrifstofuvöruverslunin A4 tók að marka sér spor í ræstivörugeiranum eftir að viðskiptabankinn tók fyrirtækið yfir. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×