Lífið

Heilsunámskeið í Hallormsstað

Ingibjörg Stefánsdóttir býður upp á jógakennslu í Hallormsstaðarskógi í sumar.
Ingibjörg Stefánsdóttir býður upp á jógakennslu í Hallormsstaðarskógi í sumar. Mynd/Hari

Leikkonan og jógakennarinn Ingibjörg Stefánsdóttir ætlar að bjóða upp á heilsudekursnámskeið í Hallormsstaðarskógi í sumar. Ingibjörg mun kenna áhugasömum að iðka Ashtanga jóga en samstarfskona hennar, Rannveig Gissurardóttir, mun sjá um að reiða fram holla og góða rétti fyrir fólk.

„Við erum báðar aldar upp á Egilsstöðum og lékum okkur mikið í skóginum sem börn. Mig hefur lengi langað að bjóða upp á svona heilsudekursfrí hér heima, en ég hef sjálf farið nokkrum sinnum í svoleiðis frí erlendis. Okkur fannst kjörið tækifæri að gera fara af stað með þetta í sumar þar sem fólk hefur hug á að ferðast meira innanlands en oft áður," segir Ingibjörg og tekur fram að ekki sé nauðsynlegt fyrir þátttakendur að hafa einhvern grunn í jóga.

Ingibjörg segir námskeiðið vera stílað á fjölskyldufólk og verður sérstök dagsskrá í boði fyrir börnin á meðan foreldrarnir iðka jóga. Aðspurð segist hún ætla að halda áfram að bjóða upp á jóga í Hallormsstað að heilsunámskeiðinu liðnu, „Ég verð hér í mánuð og ætla að bjóða upp á kennslu. Ég mæli eindregið með því að fólk heimsæki Austurland í sumar, þetta er svo mikil náttúruperla." Heilsunámskeiðið hefst 25. júní og stendur yfir í fjóra daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.