Tamílar taka upp rómantísk ástaratriði á Íslandi 17. júní 2009 06:00 Stórstjörnur frá Indlandi „Já, ég kannast alveg við þennan leikstjóra og þetta kemur mér ekkert á óvart, að Indverjar skuli sækja hingað, þeir eru nefnilega svolítið sérlundaðir og ana stundum af stað út í óvissuna," segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Eskimo. En svo virðist, ef marka má indverska vefmiðla, að nokkur atriði í tamílsku kvikmyndinni Aadhavan verði tekin upp á Íslandi. Fréttablaðið hafði samband við nokkur íslensk framleiðslufyrirtæki til að athuga hvort Tamílarnir væru á þeirra vegum. Flest fyrirtækin höfðu fengið ansi margar fyrirspurnir frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum en fæst treyst sér til að þjónusta þá. Indverski sendiherrann á Ísland ku hins vegar vera ansi áhugasamur um að fá hingað til lands indverska kvikmyndagerðarmenn samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einar Tómasson hjá Film in Iceland hafði heyrt af áhuga frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum og kannaðist við myndina en kunni engin deili frekar á því hverjir væru að sinna þeim. Umræddur leikstjóri þessarar tamílsku stórmyndar er Ravikumar og hann er víst nokkuð frægur á sínum heimaslóðum. Tamílskar stórstjörnur eru í það minnsta í hverju hlutverki; þau Suriya og Nayanthara leiða hópinn. Til að útskýra þetta aðeins frekar kemur leikstjórinn Ravikumar frá Chennai. Hún er yfirleitt nefnd Kollywood eftir Kodambakkam-hverfinu þar sem flest kvikmyndaverin eru. Vel yfir hundrað kvikmyndir eru framleiddar á ári hverju í borginni og hún komst á heimskort kvikmyndageirans þegar tónskáldið A. R. Rahman hlaut tvenn Óskarsverðlaun fyrir tónlistina við kvikmyndina Slumdog Millionaire en hann er búsettur þar. Fram kemur á vefjum oneindia.in og The Hindu Times að Ravikumar ætli sér að taka upp að minnsta kosti eitt lag. Þá stendur einnig til að nýta hina hrikalegu náttúrufegurð sem sögð er leynast hér á Íslandi í rómantískar senur og hasarsenur. Jafnframt er greint frá því að tökuliðið hafi lagt af stað frá Kollywood í gær og sé væntanlegt til landsins á næstu dögum. Og að þetta sé í fyrsta skipti sem Tamíli taki upp atriði í kvikmynd á Íslandi. Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Já, ég kannast alveg við þennan leikstjóra og þetta kemur mér ekkert á óvart, að Indverjar skuli sækja hingað, þeir eru nefnilega svolítið sérlundaðir og ana stundum af stað út í óvissuna," segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Eskimo. En svo virðist, ef marka má indverska vefmiðla, að nokkur atriði í tamílsku kvikmyndinni Aadhavan verði tekin upp á Íslandi. Fréttablaðið hafði samband við nokkur íslensk framleiðslufyrirtæki til að athuga hvort Tamílarnir væru á þeirra vegum. Flest fyrirtækin höfðu fengið ansi margar fyrirspurnir frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum en fæst treyst sér til að þjónusta þá. Indverski sendiherrann á Ísland ku hins vegar vera ansi áhugasamur um að fá hingað til lands indverska kvikmyndagerðarmenn samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einar Tómasson hjá Film in Iceland hafði heyrt af áhuga frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum og kannaðist við myndina en kunni engin deili frekar á því hverjir væru að sinna þeim. Umræddur leikstjóri þessarar tamílsku stórmyndar er Ravikumar og hann er víst nokkuð frægur á sínum heimaslóðum. Tamílskar stórstjörnur eru í það minnsta í hverju hlutverki; þau Suriya og Nayanthara leiða hópinn. Til að útskýra þetta aðeins frekar kemur leikstjórinn Ravikumar frá Chennai. Hún er yfirleitt nefnd Kollywood eftir Kodambakkam-hverfinu þar sem flest kvikmyndaverin eru. Vel yfir hundrað kvikmyndir eru framleiddar á ári hverju í borginni og hún komst á heimskort kvikmyndageirans þegar tónskáldið A. R. Rahman hlaut tvenn Óskarsverðlaun fyrir tónlistina við kvikmyndina Slumdog Millionaire en hann er búsettur þar. Fram kemur á vefjum oneindia.in og The Hindu Times að Ravikumar ætli sér að taka upp að minnsta kosti eitt lag. Þá stendur einnig til að nýta hina hrikalegu náttúrufegurð sem sögð er leynast hér á Íslandi í rómantískar senur og hasarsenur. Jafnframt er greint frá því að tökuliðið hafi lagt af stað frá Kollywood í gær og sé væntanlegt til landsins á næstu dögum. Og að þetta sé í fyrsta skipti sem Tamíli taki upp atriði í kvikmynd á Íslandi.
Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira