Innlent

Fasteignasalar losaðir undan siðareglum

Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.
Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.

Grétar Jónasson framkvæmdastjóra Félags fasteignasala segir að í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um sölu fasteigna sé gert ráð fyrir að fasteignasalar séu ekki lengur bundnir af því að fylgja siðareglum í störfum sínum.

Hann segir að þetta óskiljanlegt með öllu. Það sé m.a. skortur á siðferði í viðskiptalífinu sem hafi átt ríkan þátt í þeim hamförum sem riðið hafa yfir þjóðfélagið.

Ýmsir viðskiptamenn hafi hagað sér gagnvart viðskiptafrelsi sem þeim var skapað með mjög ámælisverðum hætti siðferðilega. Þjóðin sitji eftir í sárum.

Grétar undrast að það skuli hvarfla að viðskiptaráðherra að fara þessa leið.

Siðareglur sem fasteignasölum sé skylt að fylgja í störfum sínum hafi leitt til mikillar festu í fasteignaviðskiptum frá því sem var og leitt af sér mun ríkrari ábyrgð en áður. Hægt hafi verið að taka á málum hafi þau verið á gráu svæði og lög ekki náð til.

Grétar segir að Neytendasamtökin og Húseigendafélagið telji frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi vera mikið hættuspil gagnvart neytendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×