Lífið

50 ára í fáránlega góðu formi

Ragnhildur Eiríksdóttir og afmælisbarnið Þorgrímur Þráinsson.
Ragnhildur Eiríksdóttir og afmælisbarnið Þorgrímur Þráinsson.

„Takk fyrir það. Það er óumflýjanlegt. Svona er að lifa hollu og heilbrigðu lífi," svarar Þorgrímur Þráinsson þegar Vísir óskar honum til hamingju með fimmtugsafmælið í dag og líkamlegt gott ásigkomulag. 

 

Hvernig ferðu að því að vera fimmtugur í fantaformi? „Þegar maður er með íþróttalegan bakgrunn er það mögulegt. Eins og í mínu tilviki æfi ég mikið. Það helst í hendur að fá útrás í ræktinni, vilja líta vel út og vera í lagi," svarar Þorgrímur.

Mynd/Fréttablaðið.

„Ég hef þann metnað að vera í góðu standi líkamlega og andlega."

 

„Það kallast kannski hégómi en þetta er standard sem ég hef gaman af að hafa og ég skammast mín ekkert fyrir það," segir afmælisbarnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.