Tæpur sjö milljarða samdráttur fyrirhugaður í heilbrigðiskerfinu 8. janúar 2009 12:08 Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra bíður það verkefni að draga saman í heilbrigðismálum upp á 6,7 milljarða króna á þessu ári miðað við forsendur í upphaflegu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það sem nást á með skipulagsbreytingum, sem kynntar voru í gær, er því aðeins lítill hluti af samdrættinum í heilbrigðiskerfinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnti viðamiklar aðgerðir stjórnvalda í heilbrigðismálum á fréttamannafundi í gær. Fjárlög þessa árs tóku miklum breytingum í meðförum Alþingis frá því það var lagt fram fyrir bankakreppuna og voru útgjöld skorin niður um 60 milljarða frá því sem upphaflega var áætlað. Þar af var heilbrigðisráðherra gert að skera útgjöld sín niður um 6,7 milljarða króna. Í gær greindi heilbrigðisráðherra frá skipulagsbreytingum sem ætlað er að ná fram 1,3 milljarða sparnaði. En þá á enn eftir að ná 5,4 milljörðum, sem áætlað er að ná fram með ýmsum hætti. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að hægt væri að ná þessum markmiðum með ferns konar hætti, með skertri þjónustu, hækkun gjalda, skipulagsbreytingum og lækkun kostnaðar. Í aðgerðum nú væri helst horft til þess að fara í skipulagsbreytingar og lækkun kostnaðar. En samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er heilbrigðiskerfinu ætlað að ná í tekjur með gjöldum upp á 360 milljónir króna. Í grunninn byggja þær skipulagsbreytingar sem ráðherra kynnti í gær á lögum sem Alþingi setti árið 2007 og ráðherra sagði að almenn sátt hefði verið um á þingi. En þá á hann við skiptingu landsins upp í sex heilbrigðissvæði. Stofnanir verða sameinaðar innan svæðanna og á landsbyggðasvæðunum mun stofnununum fækka úr tuttugu og tveimur í sex. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra bíður það verkefni að draga saman í heilbrigðismálum upp á 6,7 milljarða króna á þessu ári miðað við forsendur í upphaflegu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það sem nást á með skipulagsbreytingum, sem kynntar voru í gær, er því aðeins lítill hluti af samdrættinum í heilbrigðiskerfinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnti viðamiklar aðgerðir stjórnvalda í heilbrigðismálum á fréttamannafundi í gær. Fjárlög þessa árs tóku miklum breytingum í meðförum Alþingis frá því það var lagt fram fyrir bankakreppuna og voru útgjöld skorin niður um 60 milljarða frá því sem upphaflega var áætlað. Þar af var heilbrigðisráðherra gert að skera útgjöld sín niður um 6,7 milljarða króna. Í gær greindi heilbrigðisráðherra frá skipulagsbreytingum sem ætlað er að ná fram 1,3 milljarða sparnaði. En þá á enn eftir að ná 5,4 milljörðum, sem áætlað er að ná fram með ýmsum hætti. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að hægt væri að ná þessum markmiðum með ferns konar hætti, með skertri þjónustu, hækkun gjalda, skipulagsbreytingum og lækkun kostnaðar. Í aðgerðum nú væri helst horft til þess að fara í skipulagsbreytingar og lækkun kostnaðar. En samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er heilbrigðiskerfinu ætlað að ná í tekjur með gjöldum upp á 360 milljónir króna. Í grunninn byggja þær skipulagsbreytingar sem ráðherra kynnti í gær á lögum sem Alþingi setti árið 2007 og ráðherra sagði að almenn sátt hefði verið um á þingi. En þá á hann við skiptingu landsins upp í sex heilbrigðissvæði. Stofnanir verða sameinaðar innan svæðanna og á landsbyggðasvæðunum mun stofnununum fækka úr tuttugu og tveimur í sex.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira