Lífið

Sveppi og Hrafna í Húsdýragarðinum - myndir

Sveppi og Hrafna slógu í gegn í Húsdýragarðinum.
Sveppi og Hrafna slógu í gegn í Húsdýragarðinum.

20.000 manns gerðu sér glaðan dag á árlegum fjölskyldudegi Stöðvar 2 um helgina. 

 

Frítt var í öll tæki og fyrir utan venjulega dagskrá garðsins var glæsileg skemmtidagskrá í boði þar sem fram komu Sveppi og Villi, Skoppa og Skrýtla og Hrafna Idolstjarna.





Skoppa og Skrýtla í stuði.

Þegar hungrið sagði til sín var boðið uppá grillaðar pylsur og svaladrykki og tugþúsund Latabæjarblöðrur voru blásnar upp og kættu lítil hjörtu. 

 

Öllum vildaráskrifendum Stöðvar 2 og fjölskyldum þeirra er boðið á þennan skemmtilega dag.





Eggert Jóhannesson ljósmyndari var á staðnum og tók þessar skemmtilegu myndir sem skoða má í meðfylgjandi myndsafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.