Málningarskvettumenn ekki hættir Atli Steinn Guðmundsson skrifar 30. desember 2009 08:53 Hús Steingríms Wernerssonar 11. desember. MYND/Icegroup holding „Við munum ekki sætta okkur við að horfa upp á nokkurra mánaða eða jafnvel skilorðsbundna dóma yfir mönnum sem skulda þjóðinni fleiri hundruð milljarða,“ segir talsmaður Icegroup holding-hópsins sem svo kallar sig og hefur undanfarið staðið fyrir því að ata eigur íslenskra auðmanna rauðri málningu, nú síðast hús Steingríms Wernerssonar aðfaranótt 11. desember. Talsmaðurinn segir starfsemi hópsins vera rétt að byrja og telur það forkastanlegt að stjórnvöld skuli ekki vera búin að frysta eignir þeirra sem ábyrgð beri á efnahagshruni landsins árið 2008. „Þjóðin er stórsköðuð og það mun taka áratugi að koma henni á réttan kjöl,“ heldur talsmaðurinn áfram ómyrkur í máli og heitir því að þeim, sem hann kallar þjóðníðinga, verði hvergi rótt, hvorki hérlendis né erlendis, á meðan þeir sjái ekki sóma sinn í að skila peningunum og játa misgjörðir sínar eins og það er orðað í viðtali Vísis sem átti sér stað um tölvupóst. Talsmaður Icegroup holding telur það ganga kraftaverki næst ef þjóðin missir ekki sjálfstæði sitt í kjölfar hegðunar „þessara manna“ og er mikið niðri fyrir. Hann segir hópnum ofbjóða hegðun óreiðumanna og að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að koma vitinu fyrir þá og leyfa þeim ekki að njóta stolinna fjármuna. Talsmaðurinn klykkir út með því að segja blaðamanni að allir félagar Icegroup holding-hópsins séu í vinnu og að það sem þau eigi eigi þau nær skuldlaust og þess vegna hafi aðgerðir þeirra ekki verið alvarlegri hingað til. Þau séu hins vegar sárreið og þoli ekki að horfa lengur upp á aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda sem augljóst sé hverjum þjóni. „Það sem á undan er gengið er aðeins létt upphitun og sýnishorn af því sem koma skal,“ er lokafyrirheitið. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
„Við munum ekki sætta okkur við að horfa upp á nokkurra mánaða eða jafnvel skilorðsbundna dóma yfir mönnum sem skulda þjóðinni fleiri hundruð milljarða,“ segir talsmaður Icegroup holding-hópsins sem svo kallar sig og hefur undanfarið staðið fyrir því að ata eigur íslenskra auðmanna rauðri málningu, nú síðast hús Steingríms Wernerssonar aðfaranótt 11. desember. Talsmaðurinn segir starfsemi hópsins vera rétt að byrja og telur það forkastanlegt að stjórnvöld skuli ekki vera búin að frysta eignir þeirra sem ábyrgð beri á efnahagshruni landsins árið 2008. „Þjóðin er stórsköðuð og það mun taka áratugi að koma henni á réttan kjöl,“ heldur talsmaðurinn áfram ómyrkur í máli og heitir því að þeim, sem hann kallar þjóðníðinga, verði hvergi rótt, hvorki hérlendis né erlendis, á meðan þeir sjái ekki sóma sinn í að skila peningunum og játa misgjörðir sínar eins og það er orðað í viðtali Vísis sem átti sér stað um tölvupóst. Talsmaður Icegroup holding telur það ganga kraftaverki næst ef þjóðin missir ekki sjálfstæði sitt í kjölfar hegðunar „þessara manna“ og er mikið niðri fyrir. Hann segir hópnum ofbjóða hegðun óreiðumanna og að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að koma vitinu fyrir þá og leyfa þeim ekki að njóta stolinna fjármuna. Talsmaðurinn klykkir út með því að segja blaðamanni að allir félagar Icegroup holding-hópsins séu í vinnu og að það sem þau eigi eigi þau nær skuldlaust og þess vegna hafi aðgerðir þeirra ekki verið alvarlegri hingað til. Þau séu hins vegar sárreið og þoli ekki að horfa lengur upp á aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda sem augljóst sé hverjum þjóni. „Það sem á undan er gengið er aðeins létt upphitun og sýnishorn af því sem koma skal,“ er lokafyrirheitið.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira