Innrás Indverja rétt að byrja 22. ágúst 2009 11:00 Chandrika Gunnarsson Fréttablaðið/PJetur „Þetta er bara byrjunin. Ísland hefur verið að vaxa í áliti hjá Indverjum og þeim á eftir að fjölga mikið sem koma hingað til lands," segir veitingakonan Chandrika Gunnarsson hjá Austur-Indíafélaginu við Hverfisgötu. Sífellt færist í vöxt að tökulið frá Indlandi taki upp tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndir sínar hér á landi. Fréttablaðið hefur greint frá tveimur; annars vegar kvikmyndagerðarfólki frá Kollywood og svo frá Tollywood en bæði þessi nöfn draga heiti sín af þeim hluta Indlands eða tungu þar sem framleiðslan fer fram. Chandrika og hennar fólk hefur séð um að indversku gestirnir hafi fengið mat við sitt hæfi. Ef marka má vefsíðu Thaiindia er væntanlegt annað tökulið frá Kollywood með einhverri skærustu stjörnu þess kvikmyndaiðnaðar. Sá heitir Chiyaan Vikram og er þekktur um allt Indland. Kvikmyndagerðarfólkið hyggst samkvæmt fyrstu fréttum taka upp heila kvikmynd hér á landi og yrði það þá í fyrsta skipti. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að aðilar frá Bollywood séu mjög áhugasamir um að koma hingað til lands, en það verkefni yrði væntanlega mun stærra í sniðum en þau sem hafa ratað hingað nú þegar. Chandrika upplýsir að þeir hópar sem hingað hafi komið séu mjög þekktir í sínu héraði, þó þeir hafi kannski ekki náð hylli á öllu Indlandi. „En það má ekki gleyma því að íbúar í hverju héraði eru margar milljónir og því er þetta mjög stór markhópur," útskýrir Chandrika. Hún telur að opinber heimsókn forseta Indlands, Abdul Kalam, fyrir rúmum þremur árum hafi gert mikið fyrir íslenska landkynningu á Indlandi. „Augu fólks á Indlandi opnuðust fyrir Íslandi og fólk er betur upplýst um landið og hvað það hefur upp á að bjóða." Austur-Indíafélagið hefur haft í nægu að snúast fyrir kvikmyndagerðarfólkið sem hefur komið hingað að undanförnu og séð um að fæða stjörnurnar. „Þau hafa verið alveg ótrúlega ánægð með matinn, þau bjuggust ekki við því að hér væri hægt að fá alvöru indverskan mat og þetta kom þeim því skemmtilega á óvart." Chandrika hefur varla haft undan að taka á móti indversku frægðarfólki. Stjörnur frá Bollywood, sem fá engu minni frið frá ljósmyndurum og aðdáendum heima fyrir en kollegar þeirra í Hollywood, hafa verið tíðir gestir á Íslandi að undanförnu og svo kom einhver þekktasti krikketleikari heims, Satchin Tendulkar, hingað til lands og naut veðurblíðunnar í sumar. Sé einhver í vafa um frægð Tendulkars má geta þess að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lagði til að hann yrði aðlaður af drottningunni fyrir framlag sitt til íþróttarinnar. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
„Þetta er bara byrjunin. Ísland hefur verið að vaxa í áliti hjá Indverjum og þeim á eftir að fjölga mikið sem koma hingað til lands," segir veitingakonan Chandrika Gunnarsson hjá Austur-Indíafélaginu við Hverfisgötu. Sífellt færist í vöxt að tökulið frá Indlandi taki upp tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndir sínar hér á landi. Fréttablaðið hefur greint frá tveimur; annars vegar kvikmyndagerðarfólki frá Kollywood og svo frá Tollywood en bæði þessi nöfn draga heiti sín af þeim hluta Indlands eða tungu þar sem framleiðslan fer fram. Chandrika og hennar fólk hefur séð um að indversku gestirnir hafi fengið mat við sitt hæfi. Ef marka má vefsíðu Thaiindia er væntanlegt annað tökulið frá Kollywood með einhverri skærustu stjörnu þess kvikmyndaiðnaðar. Sá heitir Chiyaan Vikram og er þekktur um allt Indland. Kvikmyndagerðarfólkið hyggst samkvæmt fyrstu fréttum taka upp heila kvikmynd hér á landi og yrði það þá í fyrsta skipti. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að aðilar frá Bollywood séu mjög áhugasamir um að koma hingað til lands, en það verkefni yrði væntanlega mun stærra í sniðum en þau sem hafa ratað hingað nú þegar. Chandrika upplýsir að þeir hópar sem hingað hafi komið séu mjög þekktir í sínu héraði, þó þeir hafi kannski ekki náð hylli á öllu Indlandi. „En það má ekki gleyma því að íbúar í hverju héraði eru margar milljónir og því er þetta mjög stór markhópur," útskýrir Chandrika. Hún telur að opinber heimsókn forseta Indlands, Abdul Kalam, fyrir rúmum þremur árum hafi gert mikið fyrir íslenska landkynningu á Indlandi. „Augu fólks á Indlandi opnuðust fyrir Íslandi og fólk er betur upplýst um landið og hvað það hefur upp á að bjóða." Austur-Indíafélagið hefur haft í nægu að snúast fyrir kvikmyndagerðarfólkið sem hefur komið hingað að undanförnu og séð um að fæða stjörnurnar. „Þau hafa verið alveg ótrúlega ánægð með matinn, þau bjuggust ekki við því að hér væri hægt að fá alvöru indverskan mat og þetta kom þeim því skemmtilega á óvart." Chandrika hefur varla haft undan að taka á móti indversku frægðarfólki. Stjörnur frá Bollywood, sem fá engu minni frið frá ljósmyndurum og aðdáendum heima fyrir en kollegar þeirra í Hollywood, hafa verið tíðir gestir á Íslandi að undanförnu og svo kom einhver þekktasti krikketleikari heims, Satchin Tendulkar, hingað til lands og naut veðurblíðunnar í sumar. Sé einhver í vafa um frægð Tendulkars má geta þess að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lagði til að hann yrði aðlaður af drottningunni fyrir framlag sitt til íþróttarinnar. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira