Lífið

Grínistar fá tækifæri

Spjallþáttastjórnandinn vinsæli Jay Leno byrjar með nýjan þátt 14. september.
Spjallþáttastjórnandinn vinsæli Jay Leno byrjar með nýjan þátt 14. september.

Spjallþáttastjórnandinn Jay Leno hlakkar til að koma ungum grínistum á framfæri í nýja þættinum sínum sem hefst á sjónvarpsstöðinni NBC 14. september. „Ég vona að fólkið verði frægt og verði boðið að koma fram í öðrum sjónvarpsþáttum,“ sagði Leno, sem hóf feril sinn sem uppistandari.

„Ef einhver myndi segja við mig: „Jay við ætlum að reka þig og ráða í staðinn náungann sem þú uppgötvaðir“ þá yrði það frábært.“

Fyrsti gestur Leno verður Jerry Seinfeld auk þess sem Jay-Z, Rihanna og Kanye West taka lagið. Leno stjórnaði kvöldþætti sínum í sautján ár þangað til Conan O"Brien tók við af honum í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.