Lífið

Hringurinn fékk Jackson-söfnunarfé

Páll Óskar stóð fyrir minningarkvöldi um Jackson á Nasa 11. júlí ásamt fleirum og var allur ágóðinn af miðasölu, ein milljón, auk hálfrar milljónar frá Byr, afhentur Barnaspítala Hringsins.fréttablaðið/GVA
Páll Óskar stóð fyrir minningarkvöldi um Jackson á Nasa 11. júlí ásamt fleirum og var allur ágóðinn af miðasölu, ein milljón, auk hálfrar milljónar frá Byr, afhentur Barnaspítala Hringsins.fréttablaðið/GVA

„Svona hefði Jackson sjálfur eflaust viljað gera þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem afhenti Barnaspítala Hringsins eina og hálfa milljón á fimmtudag. Peningagjöfin var ágóði miðasölu af minningarkvöldi um Jackson á Nasa sem haldið var 11. júlí síðastliðinn, þar sem ein milljón króna safnaðist, en Byr sparisjóður bætti um betur og lagði fram hálfa milljón til viðbótar.

„Michael Jackson sjálfur fór mikinn í góðgerðastarfsemi ýmiss konar og er meðal annars í Heimsmetabók Guinness fyrir að vera sá einstaklingur sem mest lagði af mörkum til ýmissa góðgerðamála um heim allan. Ákvörðunin um að veita Barnaspítala Hringsins þessa peningagjöf er því alveg í hans anda,“ segir Páll Óskar, sem kom sjálfur fram á minningar-kvöldinu. Auk þess komu Alan Jones og Seth Sharp fram ásamt hljómsveitinni Jagúar og Yesmine Olsson sem sýndi Jackson-sporin ásamt fleiri dönsurum. Spiluð voru svo Michael Jackson-lög alla nóttina fyrir fullu húsi.- ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.