Lífið

Fær vonandi Kurt Russell kött

Láttu mynda Hugleik með köttinn þinn á Menningarnótt.
Láttu mynda Hugleik með köttinn þinn á Menningarnótt.

Hugleikur Dagsson kynnir nýja bók, Eineygði kötturinn kisi og og ástandið: seinni hluti – Flóttinn frá Reykjavík, á Menningarnótt, annars vegar í Eymundsson, Austurstræti, þar sem gestir geta komið og myndað kött sinn með Hugleiki, og hins vegar á Bakkusi.

„Við eigum eftir að sjá hvernig það verður. Fólk á að mæta með kettina sína og fær víst einhvern glaðning, ég veit ekki einu sinni hvað það er. Það verður um fjögur um daginn. Svo klukkan átta um kvöldið verð ég á Bakkusi ásamt þeim sem sjá um DVD-tímaritið Rafskinnu.“ Á að mæta þunnur og leyfa fólki að setja ketti sína í fangið á þér? „Já, það er ekkert nýtt.“

„Það væri mjög gott ef einhver myndi koma með eineygðan kött, kannski fær sá bónusglaðning. Það er nú alltaf hægt að setja lepp á köttinn sinn, reyndar fíla kettir mjög illa að vera manngerðir á einhvern hátt. Það getur vel verið að ég finni þarna nýja karaktera, ég vona það.“

Kápa bókarinnar minnir á Escape from New York. „Ég reyndi að láta þetta verða eins líkt því bíómynda-plakati og ég gat. Það var allan tímann pælingin. Í fyrri bókinni þar sést Kisi fyrst með þennan lepp og í hermannabuxum sem hann hafði aldrei verið áður í. Ég setti hann í Kurt Russell-búninginn. Það má alveg gera það mín vegna, klæða einhvern kött í Kurt Russell-búning. Ég væri mjög mikið til í að sjá það.“

Hann segist ánægður með bókina. „Ég fattaði ekki hvað hún er góð fyrr en ég las hana þarna fyrst um daginn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.