Enski boltinn

Harry harður á áfengisbanninu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Redknapp leyfir mönnum ekkert að lyfta sér upp.
Redknapp leyfir mönnum ekkert að lyfta sér upp. Nordic Photos/AFP

Harry Redknapp, stjóri Spurs, er ekki eins mikið af gamla skólanum og margur heldur.

Hann er til að mynda grjótharður á því að leikmenn liðsins fái ekkert að hella sér í glas, sama hvort þeir vinna eða tapa.

Leikmenn liðsins urðu meðal annars að sætta sig við áfengislaust kvöld eftir úrslitaleikinn í deildarbikarnum. Redknapp segist þess utan ekki ætla að kaupa bjórinn fari svo að liðið haldi sæti sínu í deildinni.

„Eftir úrslitaleikinn þá fórum við aftur upp á hótel og þeir fengu ekki einu sinni að horfa á glas af alkóhóli. Strákarnir spjölluðu saman, borðuðu það sem næringarfræðingarnir vildu að þeir borðuðu og fóru svo að sofa," sagði Redknapp harður.

„Fari svo að við höldum sæti okkar í deildinni fer ég ekkert með þá skrallið. Ég myndi einfaldlega spyrja strákana: Af hverju þarftu að fá þér í glas? Sjálfum finnst mér gott að fá mér vínglas þegar ég fer út að borða en við erum að tala um atvinnumenn í knattspyrnu sem hafa ekkert með það að gera," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×