Erlent

Dæmdir fyrir að berja blaðburðardreng til bana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þrír Danir á aldrinum 16 - 19 ára voru í gær dæmdir í þriggja, fjögurra og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að berja 15 ára gamlan blaðburðardreng til bana á Amager í mars í fyrra.

Fórnarlambið sat og borðaði þegar ódæðismennirnir komu akandi. Þeir stöðvuðu bifreiðina og fóru út úr henni. Eftir stutt orðaskipti sló sá yngsti, sem þyngsta dóminn hlaut, blaðburðardrenginn í höfuðið með hafnaboltakylfu og lést hann af sárum sínum daginn eftir.

Saksóknari krafðist sjö ára fangelsisdóms yfir þeim sem höggið greiddi en niðurstaða dómsins var fjögur og hálft ár vegna ungs aldurs hins ákærða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×