Erlent

Tugir handteknir í norsku fíkniefna- og steramáli

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá blaðamannafundinum.
Frá blaðamannafundinum. MYND/NRK/Eli Eikenæs Vengen

Lögreglan í Noregi hefur handtekið 63 einstaklinga í gríðarstóru stera- og fíkniefnamáli sem teygir sig út um allt landið og yfir til Svíþjóðar. Hald var lagt á stera fyrir sem svarar til 62 milljóna íslenskra króna og fíkniefni að andvirði um 17 milljónir.

Sextán lögregluumdæmi tóku þátt í aðgerðinni og hefur norska lögreglan boðað til blaðamannafundar til að greina frá málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×