Innlent

Klámkóngur ákærður fyrir fjárdrátt

Sigurður Valdimar Steinþórsson.
Sigurður Valdimar Steinþórsson.
Sigurður Valdimar Steinþórsson, sem þekktastur er fyrir að reka vefsíðuna klam.is, hefur verið ákærður fyrir að hafa á árinu 2005 dregið sér fjármuni í starfi við móttöku drykkjarumbúða á endurvinnslustöðvum Sorpu.

Samkvæmt ákæru millifærðu Sigurður og Andrés Garðar Andrésson, fjármuni úr sjóði félagsins heimildarlaust af bankareikningi félagsins inn á bankareikninga sína og leyndu fjártökunum með því að útbúa tilhæfulausar kvittanir um skil á drykkjarumbúðum að samsvarandi fjárhæð.

Samkvæmt ákæru dró Sigurður sér rúmar 450 þúsund krónur og krefst Sorpa þess að fá peningana greidda til baka ásamt vöxtum. Andrés dró sér tæpar 800 þúsund krónur, en hefur greitt þær til baka samkvæmt heimildum Fréttastofu.



Tjáði sig meira um klámblað en ákæru



Málið var þingfest á mánudag, en í samtali við Fréttastofu vildi Sigurður lítið tjá sig um málið. Hann greindi hins vegar frá því að hann væri hættur við framleiðslu klámmyndar sem hann hugðist byrja á sumarið 2007, þegar allt lék í lyndi í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Sagði Sigurður að hugmyndin hefði dottið upp fyrir en í staðinn væri hann með útgáfu klámblaðs í smíðunum. „Fyrst að Bleikt og blátt datt upp fyrir er kominn grunnur fyrir því aftur," segir Sigurður. Hann segir að undirbúningur að útgáfu blaðsins gangi miklu betur en undirbúningur að myndinni hafi gengið. Hann segist vera byrjaður að semja við fyrirsætur og að fyrsta blaðið gæti komið út í apríl eða maí. Sigurður býst við því að blaðið komi út einu sinni í mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×